Krydd­hill­ur fá nýj­an og óvænt­an til­gang

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Það er alltaf gam­an að reyna að finna ný not fyr­ir hluti sem upp­haf­lega voru ætl­að­ir til ann­ars. Krydd­hill­ur má hæg­lega nota sem bóka­hill­ur eins og með­fylgj­andi mynd ber með sér. Hér er um að ræða hill­ur frá IKEA og fá lit­ríku barna­bæk­urn­ar að njóta sín til fulls. Þá má ímynda sér að það komi vel út að skvetta máln­ingu á hill­urn­ar í stíl við ráð­andi lit í barna­her­berg­inu. Eins gæti kom­ið vel út að hengja hill­urn­ar upp ann­ars stað­ar á heim­il­inu og fylla þær með sepnn­andi tíma­rit­um og mynda­bók­um sem gam­an er að hafa við hönd­ina.

Ómál­að­ar taka hill­urn­ar sig vel út en þær gætu líka ver­ið flott­ar hvít­ar eða í lit.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.