Veislu­mat­ur á góðu verði

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Á veit­inga­hús­inu Culiacan, við Suð­ur­lands­braut 4a, er ým­is­legt góð­gæti á mat­seðl­in­um. Stað­ur­inn sér­hæf­ir sig í heilsu­sam­leg­um mat á mexí­kóska vísu. Hægt er að velja um marga rétti en vin­sæl­ast er burrito, qu­es­a­dillas og tostada. Rétt­irn­ir eru gerð­ir jafnóð­um og því alltaf fersk­ir og ná­kvæm­lega eins og kúnn­inn vill hafa þá. Á Culiacan eru sós­ur og salsa alltaf gerð frá grunni og því laus við óæski­leg auka­efni. Guaca­mole er lag­að úr fersk­um avóca­dó og kryd­d­jurt­um dag­lega. Lögð er áhersla á fyrsta flokks hrá­efni og er all­ur mat­ur­inn mjög fitusnauð­ur og að sjálf­sögðu án MSG og trans­fitu.

Culiacan tek­ur líka pant­an­ir fyr­ir hópa og veisl­ur. Hægt er að fá partýplatt­a sem eru fyr­ir 3- 4 en fyr­ir 10 manns eða fleiri er svo­kall­að­ur hópa­mat­seð­ill mjög vin­sæll. Þá er vin­sæl­ustu rétt­un­um bland­að sam­an og þeir af­greidd­ir í köss­um til­bún­ir til fram­reiðslu. „Fólk hef­ur ver­ið að taka þetta í ferm­ing­ar og ým­is­legt ann­að. Verð­ið er mjög sann­gjarnt eða kr. 1.390 á mann­inn. Í þessu eru bland­að­ir rétt­ir og svo fylgja nachos-flög­ur og sós­ur með. Þetta er ef­laust ódýr­asti kost­ur­inn í svona mat í dag. Við ná­um að stilla verð­inu í hóf því þetta eru allt hlut­ir sem eru á mat­seðl­in­um okk­ar og við af­greið­um þá í ódýr­um um­búð­um. Fólk get­ur svo rað­að sjálft á fín föt og diska ef það vill,“seg­ir Sól­veig Guð­munds­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Culiacan. Gott er að panta fyr­ir veisl­ur með að minnsta kosti dags fyr­ir­vara í síma 533 1033.

Culiacan er við Suð­ur­lands­braut 4a.

Bur­ritos er á hópa­mat­seðl­in­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.