Notk­un svefn­lyfja eykst enn

Notk­un kvíð­astill­andi lyfja og svefn­lyfja er áber­andi með­al eldra fólks á Íslandi og fer vax­andi. Notk­un þess­ara lyfja hef­ur löng­um ver­ið meiri hér en á hinum Norð­ur­lönd­un­um þar sem hún fer minnk­andi.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Notk­un tauga- og geð­lyfja er mik­il á Íslandi og er notk­un kvíð­astill­andi lyfja og svefn­lyfja sem heyra und­ir þau sér­stak­lega áber­andi á með­al eldra fólks. Tauga- og geð­lyf eru mest seldu lyf­in á Íslandi á eft­ir hjarta­lyfj­um. „Ár­ið 2009 seld­ust rúm­ir 43 þús­und skil­greind­ir dagskammt­ar af hjarta­lyfj­um eða 370 skil­greind­ir dagskammt­ar á hverja þús­und íbúa á dag. Sama ár seld­ust rúm­ir 37 þús­und skil­greind­ir dagskammt­ar af tauga- og geð­lyfj­um eða 319 skil­greind­ir dagskammt­ar á hverja þús­und íbúa á dag,“upp­lýs­ir Mím­ir Arn­órs­son lyfja­fræð­ing­ur hjá Lyfja­stofn­un.

Í rann­sókn á al­gengi geð­lyfja­notk­un­ar eldri Ís­lend­inga ut­an stofn­ana sem var gerð ár­ið 2006 kom í ljós að ein­stak­ling­ar 70 ára og eldri leystu út þriðj­ung allra lyfja­á­vís­ana á Íslandi ár­ið 2006 og þar af var fjórð­ung­ur geð­lyf. Al­geng­ust var notk­un kvíð­astill­andi lyfja og svefn­lyfja eða 58,5 pró­sent á með­al karla og 40,3 pró­sent á með­al kvenna. Ekk­ert bend­ir til þess að notk­un þess­ara lyfja fari minnk­andi og ef svefn­lyf­in eru skoð­uð sér­stak­lega kem­ur í ljós að ár­ið 2007 seld­ust 70,52 skil­greind­ir dagskammt­ar af svefn­lyfj­um fyr­ir hverja þús­und íbúa á dag en ár­ið 2009 voru þeir 72,74. Á sama tíma hef­ur notk­un svefn­lyfja dreg­ist sam­an í ná­granna­lönd­un­um. „ Dan­ir fóru í mik­ið átak ti l að minnka notk­un svefn­lyfja en að­al hvat­inn var sá að óbeinn kostn­að­ur af notk­un þeirra er mik­ill og þá sér­stak­lega hjá gömlu fólki. Lyf­in valda því að fólk verð­ur valt á fót­un­um og oft hljót­ast af því bein­brot sem kosta heil­brigðis­kerf­ið mikla fjár­muni enda lík­ur á því að göm­ul mann­eskja sem dett­ur og lær­brotn­ar verði föst inni á sjúkra­stofn­un í lang­an tíma,“seg­ir Mím­ir. Hann bend­ir á að svefn­lyf séu að fullu greidd af not­end­um og að því sé ekki beint hag­ræði fyr­ir rík­ið að draga úr notk­un þeirra. „Hins veg­ar mætti velta fyr­ir sér hver óbeini kostn­að­ur­inn sé.“

Sé notk­un kvíð­astill­andi lyfja og svefn­lyfja bor­in sam­an við notk­un í Dan­mörku kem­ur í ljós að hún er tvö­falt meiri hér á landi og um 30 pró­sent­um meiri en í Finn­landi svo dæmi séu nefnd. En hver er skýr­ing­in? „Þetta virð­ist vera lenska hjá okk­ur og svona hef­ur þetta ver­ið svo lengi sem ég man en ég hef ver­ið í fag­inu í fjöru­tíu ár,“seg­ir Mím­ir.

En hver skyldu lang­tíma­áhrif svefn­lyfja­notk­un­ar vera? Aðal­steinn Guð­munds­son öldrun­ar­lækn­ir var innt­ur eft­ir því: „Svefn­lyf geta með­al ann­ars auk­ið byltu­hættu, dreg­ið úr vit­rænni getu og ein­beit­ingu og eru vana­bind­andi, sér­stak­lega ef um langvar­andi notk­un er að ræða. Það má þó ekki gera lít­ið úr þeim áhrif­um sem víta­hring­ur svefntrufl­ana get­ur haft á lífs­gæði ein­stak­linga en við með­ferð svefntrufl­ana er þó mik­il­vægt að greina or­sak­ir vand­ans, enda ým­is önn­ur ráð svo sem breyt­ing­ar á lífstíl eða venj­um sem geta hjálp­að eða dreg­ið úr þörf fyr­ir svefn­lyf.“Aðal­steinn seg­ir yf­ir­leitt mælt með því að notk­un svefn­lyfja sé tíma­bund­in og í lægstu mögu­legu skömmt­um en reynd­in sé þó önn­ur. „Verk­un þeirra minnk­ar þeg­ar líð­ur á með­ferð og við­kom­andi verð­ur háð­ur lyf­inu. Þá get­ur ver­ið erfitt að venja fólk af notk­un svefn­lyfja og ým­is frá­hvarf­s­ein­kenni geta kom­ið fram.“

Notk­un svefn­lyfja ætti að vera tíma­bund­in en reynd­in er önn­ur.

Mím­ir Arn­órs­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.