Hlæðu hjart­an­lega til betri heilsu

Góð­ar, hressi­leg­ar hlát­urrok­ur geta líka lækn­að sár.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Vís­inda­menn við Há­skól­ann í Leeds hafa kom­ist að því að góð hjúkr­un og ein­staka hlát­ur­kast sé mun betri leið til lækn­inga sára en nýj­asta tækni.

Bresk sjúkra­hús hafa í aukn­um mæli not­að lág­skammta óm­sjá við lækn­ingu fleið­urs og líf­seigra sára á fót­um, en nið­ur­stöð­ur fimm ára rann­sókn­ar á 337 sjúk­ling­um sýndu að tækn­in flýtti í engu fyr­ir bata. Þetta kem­ur fram í Brit­ish Medical Journal.

„Lyk­ill að lækn­ingu sjúk­ling­anna var örvun blóð­streym­is upp eft­ir fót­um og að hjarta, en besta leið til þess næst með teygju­bindi og stuðn­ings­sokk­um ásamt ráð­lögðu mataræði og heilsu­rækt,“seg­ir pró­fess­or Andrea Nel­son sem stýrði rann­sókn­inni.

„ Þótt ótrú­legt megi virð­ast hjálp­ar það að hlæja hjart­an­lega líka mik­ið, því þeg­ar hleg­ið er hressi­lega hreyf­ist þind­in, sem leik­ur lyk­il­hlut­verk í heil­brigðu blóð­flæði um lík­amann.“

Í rann­sókn­inni var ein­blínt á hóp sjúk­linga með sár sem greru illa og höfðu ekki gró­ið á hálfu ári eða leng­ur.

Að hlát­ur­inn lengi líf­ið eru göm­ul sann­indi og ný, og alltaf bæt­ist við þekk­ing sem sýn­ir heilsu­bót góðs hlát­urs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.