Legg­ur loka­hönd á nýja línu

Fata­hönn­uð­ur­inn Bóas Kristjáns­son hef­ur í nógu að snú­ast um þess­ar mund­ir. Hann hef­ur kom­ið sér upp vinnu­stofu í stóru iðn­að­ar­hús­næði í Kópa­vogi og er þar að ljúka við nýja fatalínu fyr­ir vor­ið 2012.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Ég hugs­aði föt­in fyr­ir herra, en sneið klæð­in þó þannig að bæði kyn gætu klæðst þeim,“seg­ir fata­hönn­uð­ur­inn Bóas Kristjáns­son, sem er nú að leggja loka­hönd á nýja fatalínu. Hún sam­an­stend­ur af prjónafatn­aði, sem hann hef­ur mest­megn­is unn­ið með, jökk­um, bux­um og skyrt­um og er því fyrsta heild­stæða lín­an sem hann send­ir frá sér.

Bóas og hans fólk vinn­ur nú að henni í nýrri vinnu­stofu sem hann hef­ur kom­ið sér upp í Kópa­vogi. Sú gamla, við Banka­stræti, rúm­aði ekki leng­ur alla starf­sem­ina. „Nei, mig vant­aði til­finn­an­lega stærra rými fyr­ir vinnsl­una og starfs­fólk­ið. Þeg­ar mér bauðst þetta 240 fer­metra hús­næði hopp­aði ég á það og er nú kom­inn með allt und­ir eitt þak, sem er mik­il hag­ræð­ing,“seg­ir hann og bæt­ir við að hönn­un­in og hluti sauma­skap­ar­ins fari þar fram en fram­leiðsl­an að miklu leyti ytra.

Bóas er með ým­is­legt fleira í píp­un­um. Á næsta leiti er tísku­sýn­ing í Aust­ur­bæj­ar­skóla. „Hana ber upp á sama tíma og Reykja­vík Fashi­on Festi­val, er svona við­burð­ur ut­an dag­skrár,“seg­ir hann og kveðst lengi hafa dreymt um að sýna í hús­næð­inu. „Að­kom­an og að­stað­an er full­kom­in því þarna er með­al ann­ars 60 metra lang­ur gang­ur sem hent­ar mjög vel til að sýna föt.“

En hvað á að sýna? „Ég mun gefa smá sýn­is­horn af nýju vor­lín­unni fyr­ir 2012 í bland við vöru sem ég vinn sér­stak­lega fyr­ir heima­mark­að,“seg­ir hann og bæt­ir við að það sé gjöf­ult að geta unn­ið að sér­verk­efn­um fyr­ir ís­lensk­an mark­að með­fram því að þróa heila línu. Fram und­an sé svo mik­il vinna við að koma henni á fram­færi er­lend­is en þeg­ar hafi ver­ið unn­in tölu­verð for­vinna sem eigi eft­ir að skila sér.

FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI

Ing­unn Brynj­ólfs­dótt­ir klæðskeri og Bóas Kristjáns­son að störf­um í nýju vinnu­stof­unni í Kópa­vogi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.