Val­in lög úr söng­leikj­um

Tjarn­ar­bíó og Majo­nes leik­hús­b­ar munu bjóða upp á tón­list­ar­skemmt­an­ir og suð­rænt hlað­borð í Tjarn­ar­bíói á næst­unni und­ir nafn­inu Stund­in. Í kvöld er þar söng­leikja­stund með Mar­gréti Eir.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Það eru 12-13 söng­leik­ir sem koma við sögu og ég hef bæði val­ið upp­á­halds­lög­in mín og önn­ur sem mig lang­ar að spreyta mig á. Úr nógu er að moða,“seg­ir Mar­grét Eir þeg­ar hún er spurð út í tón­leik­ana og veisl­una í Tjarn­ar­bíói í kvöld. „Þetta get­ur varla orð­ið ann­að en skemmti­legt þar sem gest­ir njóta bæði frum­legra veit­inga og góðr­ar tón­list­ar,“bæt­ir hún við

argrét Eir hef­ur ver­ið höll und­ir söng­leikja­tónlist allt frá því hún birt­ist í Hár­inu í Ís­lensku óper­unni 1994. Um tíma dvaldi hún við nám í Banda­ríkj­un­um þar sem hún lagði með­al ann­ars áherslu á slíka tónlist.

Sér­stak­ur gest­ur í kvöld verð­ur söngv­ar­inn og leik­ar­inn Þór Breið­fjörð, sem er ný­flutt­ur heim eft­ir far­sæl­an söng­leikja­fer­il á West End og í Evr­ópu. „Við Þór sung­um ein­mitt sam­an í Hár­inu forð­um en það er mik­ið vatn til sjáv­ar runn­ið síð­an þið ætt­uð að heyra í hon­um núna,“seg­ir Mar­grét Eir glað­lega og bæt­ir við að al­veg megi bú­ast við fleiri gest­um á svið í kvöld.

Fyr­ir sýn­ing­una ætla þær Ás­laug Sn­orra­dótt­ir og Anna Bogga mat­arg­úru að galdra fram suð­rænt og flúr­að hlað­borð. Gest­ir sitja við borð og and­rúms­loft­ið ætti að verða nota­legt. Hús­ið verð­ur opn­að klukk­an 18.30. Miða­verð fyr­ir mat og tón­leika er 3.900 en gest­ir geta líka keypt miða ein­göngu á tón­leik­ana á 2.900, þeir hefjast klukk­an 20.

Gunn­ar Gunn­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Tjarn­ar­bíós, seg­ir mið­að við eina til tvær Stund­ir í mán­uði. „Við erum að skipu­leggja dag­skrána fram und­an,“seg­ir hann og upp­lýs­ir að kántrí­stund og Jan­is Joplindag­skrá séu í sigti.

FRÉTTABLAЭIÐ/GVA

„Þetta get­ur varla orð­ið ann­að en skemmti­legt,“seg­ir Mar­grét Eir sem syng­ur í Tjarn­ar­bíói í kvöld við und­ir­leik Vign­is Stef­áns­son­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.