Prakk­arastrik sem fer yf­ir strik­ið

Stúd­enta­leik­hús­ið frum­sýn­ir ann­að kvöld í Norð­ur­póln­um verk­ið DNA eft­ir Denn­is Kelly í leik­stjórn Söru Marti Guð­munds­dótt­ur.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Ég valdi þetta leik­rit vegna þess að það er bara tveggja ára gam­alt og skrif­að fyr­ir ungt fólk fyr­ir þjóð­leik­hús­ið í Bretlandi,“seg­ir Sara Marti Guð­munds­dótt­ir, leik­stjóri verks­ins DNA sem Stúd­enta­leik­hús­ið frum­sýn­ir í Norð­ur­póln­um ann­að kvöld. Höf­und­ur verks­ins er Denn­is Kelly, sem skrif­aði með­al ann­ars Mun­að­ar­laus og Elsku barn sem sýnt er í Borg­ar­leik­hús­inu um þess­ar mund­ir.

Sara seg­ir verk­ið vera mik­ið leik­ara­stykki. „ Stúd­enta­leik­hús­ið hef­ur sett upp marg­ar sýn­ing­ar und­an­far­ið þar sem þau búa til sýn­ing­arn­ar frá grunni sjálf, þannig að bæði ég og þau vor­um æst í að nota tím­ann til að vinna leik­ara­vinnu eft­ir hand­riti. Síð­ustu átta vik­urn­ar erum við bú­in að vinna í því að búa þess­ar per­són­ur til og að mínu mati hef­ur tek­ist mjög vel til. Ég er bara svaka­lega ánægð með sjálfa mig og leik­hóp­inn minn.“

Söru vefst ei­lít­ið tunga um tönn þeg­ar hún er beð­in um að flokka verk­ið en seg­ir þó að þetta sé spennu­leik­rit. „ Já, þetta er spenna en sett fram á léttu nót­un­um, þótt húm­or­inn sé svo­lít­ið svart­ur.“seg­ir hún. „Ég vil ekki ljóstra of miklu upp um sögu­þráð­inn en þetta fjall­ar um prakk­arastrik sem fer að­eins yf­ir strik­ið og hvernig hóp­ur­inn vinn­ur sig út úr því.“

Sýn­ing­in ann­að kvöld er frum­sýn­ing í tvenn­um skiln­ingi hjá Söru því hún út­skrif­að­ist sem leik­stjóri í des­em­ber og hef­ur ekki sett upp verk hér heima áð­ur. „Ég var í námi í London og er bara ný­kom­in heim. Fór beint í þetta verk­efni og er óskap­lega ánægð með leik­hóp­inn og vinn­una með hon­um. Ég er meira að segja svo ánægð með út­kom­una að tveim­ur dög­um fyr­ir frum­sýn­ingu er ég meira spennt en stress­uð. Það hef­ur aldrei gerst fyrr.“

Leik­ar­ar í sýn­ing­unni eru ell­efu tals­ins, að­stoð­ar­leik­stjórn er í hönd­um Sig­ríð­ar Eir­ar Zoph­on­ías­ar­dótt­ur, Ragn­heið­ur Maí­sól sér um leik­mynda­gerð og Sóley Stef­áns­dótt­ir sér um tónlist við verk­ið. Birgit Ort­meyer hef­ur yf­ir­um­sjón með bún­ing­um og henni til að­stoð- ar eru þær Hera Guð­brands­dótt­ir og Re­bekka Magnús­dótt­ir. Önn­ur sýn­ing verð­ur mánu­dag­inn 21. mars og sýn­ing­ar eru fyr­ir­hug­að­ar fram til 9. apríl.

Stúd­enta­leik­hús­ið frum­sýn­ir DNA eft­ir Denn­is Kelly í Norð­ur­póln­um ann­að kvöld.

Sara Marti Guð­munds­dótt­ir, leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.