Bland í poka

Tón­leik­ar Kristjönu Stef­áns­dótt­ur og Kjart­ans Valdemars­son­ar, Bland í poka, dæg­urperl­ur sam­tím­ans í djass­bún­ingi, verða haldn­ir í Menn­ing­ar­mið­stöð­inni Gerðu­bergi í kvöld klukk­an 20.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Kristjana Stef­áns­dótt­ir söng­kona og Kjart­an Valdemars­son pí­anó­leik­ari hafa starf­að sam­an í fjölda ára. Í Gerðu­bergi í kvöld munu þau leika lög úr öll­um átt­um, allt frá djassperl­um til glæ­nýrra dæg­ur­laga, en þau stóðu með­al annarra að tón­leikaröð­inni Söng­bók djass­ins á Tíbrá í Saln­um. Þar léku þau eig­in út­setn­ing­ar á þekkt­um perl­um djass­tón­list­ar­inn­ar.

Sunnu­dag­inn 20. mars verð­ur einnig í Gerðu­bergi djass­söngs­miðja fyr­ir klass­ískt mennt­aða söngv­ara í um­sjón þeirra Kristjönu og Kjart­ans.

Kjart­an Valdemars­son og Kristjana Stef­áns­dótt­ir flytja djass í Gerðu­bergi í kvöld.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.