Tón­leikaröð á Suð­ur­landi

Tón­leikaröð með Stór­sveit Suð­ur­lands hefst nú eft­ir helg­ina.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Fyrstu tón­leik­ar í tón­leikaröð Stór­sveit­ar Suð­ur­lands verða haldn­ir næst­kom­andi þriðju­dags­kvöld á Hót­el Sel­fossi. Tón­leikaröð­in er styrkt af Menn­ing­ar­ráði Suð­ur­lands.

Með sveit­inni koma fram systkin­in Kristjana Stef­áns­dótt­ir og Gísli Stef­áns­son. Þau munu syngja bæði sam­an og hvort í sínu lagi en einnig spil­ar Stór­sveit­in ein og óstudd. Á efn­is­skránni verða lög úr ýms­um átt­um.

Mið­viku­dag­inn 23. mars verð­ur stór­sveit­in á ferð­inni í Hvera­gerði og held­ur tón­leika á Hót­el Hvera­gerði. Þriðju og síð­ustu tón­leik­arn­ir verða síð­an haldn­ir föstu­dag­inn 25. mars í Hvoli á Hvols­velli.

All­ir tón­leik­arn­ir hefjast klukk­an 20.30 og er að­gangs­eyr­ir 1.500 krón­ur.

Stór­sveit Suð­ur­lands hef­ur tón­leikaröð eft­ir helg­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.