Stál­hönn­uð­ur­inn sex­tug­ur

Ísra­elski hönn­uð­ur­inn og arki­tekt­inn Ron Arad er tal­inn til þeirra núlif­andi hönnuða sem hafa haft hvað mest áhrif á hönn­un­ar­heim­inn síð­ustu ára­tugi. Hönn­uð­ur­inn stend­ur á sex­tugu um þess­ar mund­ir.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Ron Arad fædd­ist í Tel Aviv og lauk prófi úr Lista­há­skóla Jerúsalem áð­ur en hann flutti til London þar sem hann nam arki­tekt­úr. Hér á landi eru nokk­ur verka hans vel kunn. Eitt það þekkt­asta er bóka­hill­an „Bookworm“sem end­ur­spegl­ar að­al­vinnu­að­ferð Arad; að sveigja stál eft­ir eig­in höfði og gæða hú­sögn þannig lífi.

Arad fer óvenju­leg­ar leið­ir. Hans fyrsta hús­gagn kom á mark­að ár­ið 1981. Síð­an þá hef­ur hann hann­að fyr­ir marga þekkt­ustu fram­leið­end­ur heims, þar á með­al Mag­is og Rosent­hal og verk hans er að finna á öll­um helstu söfn­um ver­ald­ar, þar á með­al á Metropolit­an Mu­se­um of Art og Centre Geor­ges Pomp­idou í Pa­rís.

Frá ár­inu 1997 hef­ur arki­tekt­inn gegnt stöðu pró­fess­ors við hús­gagna- og iðn­hönn­un­ar­deild Royal Col­l­e­ge of Art í London og hef­ur því ekki að­eins áhrif með hönn­un sinni held­ur líka sem kenn­ari á hönn­uði fram­tíð­ar­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.