Stór­kost­legt ferða­lag þrátt fyr­ir veðr­ið

Franski snjódrekak­app­inn Jerome Joss­erand flaug 200 km á snjódrek­an­um í vonsku­veðri á föstu­dag.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

á, ég var hrædd­ur og ef ég á að vera al­veg hrein­skil­inn þá myndi ég ekki gera þetta aft­ur,“seg­ir franski snjódrekak­app­inn Jerome Joss­erand, spurð­ur hvort ferð­in frá Akur­eyri upp á Vatna­jök­ul á föstu­dag hafi hrætt hann. Leið­in er um 200 kíló­metr­ar, ferð­in tók tíu klukku­tíma og seinni­hluta leið­ar­inn­ar var veðr­ið orð­ið vont og skyggni af­ar tak­mark­að.

„Vind­ur­inn var mik­ill, snjór­inn rauk tvo metra upp í loft­ið og ég sá ekki nema um það bil fimm metra fram fyr­ir mig,“seg­ir Joss­erand. „ Ég var orð­inn mjög þreytt­ur, að­stæð­urn­ar voru hættu­leg­ar og mér var illt í fæt­in­um, en þetta var samt þess virði.“Hvað var það eig­in­lega sem gerði þessa svað­il­för erf­ið­is­ins virði? „Fyrstu fimm­tíu kíló­metr­ana var veðr­ið frá­bært og lands­lag­ið stór­kost­lega fal­legt,“seg­ir Joss­erand. „Ég er líka mjög stolt­ur af því að við skyld­um halda áfram og ná því mark­miði sem við sett­um okk­ur.“

Með Joss­erand í för var kvik­myndat­eymi frá Film IT producti­ons, sem festi ferð­ina á filmu í þeim til­gangi að gera 27 mín­útna langa heim­ild­ar­mynd um ferða­lag­ið. Þrátt fyr­ir að veðr­ið léki ekki bein­lín­is við ferða­lang­ana ákváðu fram­leið­end­ur mynd­ar­inn­ar að halda áfram og ljúka við upp­tök­urn­ar. „Við náð­um öllu sem við ætl­uð­um okk­ur,“seg­ir Erik Kap­fer, sem ásamt Andreja Flach fram­leið­ir mynd­ina. „Við nut­um frá­bærr­ar að­stoð­ar frá South Ice­land Ad­vent­ure og allt að­stoð­ar­fólk, bíl­stjór­ar og snjósleða­stjór­ar voru frá því fyr­ir­tæki. Þau stóðu sig frá­bær­lega og við erum óskap­lega þakk­lát fyr­ir að­stoð þeirra. Við erum harð­ákveð­in í að koma aft­ur til Ís­lands og taka fleiri mynd­ir en hver við­fangs­efn­in verða get ég ekki upp­lýst strax,“seg­ir Kap­fer.

Sett hef­ur ver­ið inn mynd­band á slóð­inni www.cross­ingice­land. is þar sem for­vitn­ir geta séð Joss­erand kljást við ís­lenska nátt­úru.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.