Sus­hi­bakk­ar eft­ir ís­lenska hönn­uði

Sus­hi er gjarn­an bor­ið fram á lát­laus­an hátt enda bitarn­ir hrein­asta lista­smíð í sjálfu sér. Borð­bún­að­ur og áhöld fyr­ir sus­hi hafa þó ver­ið mörg­um hönn­uð­um hug­leik­in og hafa ís­lensk­ir hönn­uð­ir með­al ann­ars hann­að bakka og skál­ar und­ir sus­hi.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Alda Hall­dórs­dótt­ir og Guð­rún Valdi­mars­dótt­ir vöru­hönn­uð­ir eru höf­und­ar að Hell­um, marg­nota gler­bökk­um sem fram­leidd­ir eru í gler­verk­smiðju Sam­verks á Hellu.

Hell­urn­ar má nota sem skurð­ar­bretti, hitaplatta og glasa­bakka eða sem disk und­ir kök­ur eða sus­hi. Hell­urn­ar eru fram­leidd­ar úr af­gangs­gleri sem fell­ur til við vinnslu hjá Sam­verki. Þær eru lakk­að­ar með vatns­lakki og fást í mörg­um lit­um. Hell­urn­ar fást með­al ann­ars í versl­un­inni Kraum í Aðalstræti 10.

Ma­ría Krista Hreið­ars­dótt­ir er graf­ísk­ur hönn­uð­ur og rek­ur fyr­ir­tæk­ið Krista Design. Með­al vara eft­ir Maríu Kristu eru sus­hi­bakk­ar með skál í miðju, und­ir engi­fer, wasa­bihnet­ur, sojasósu eða ann­að. Bakk­inn ligg­ur á gúmmí­hlemmi sem veit­ir hon­um stöð­ug­leika á borð­inu og lyft­ir hon­um auk þess að­eins frá borð­plöt­unni. Sus­hi­bakk­ar Maríu Kristu fást með­al ann­ars á vef­versl­un­inni Bú­tík og á síð­unni Krista­design.is.

MYND/KRISTA­DESIGN.IS

Sus­hi­bakk­ar frá Krista­design.

MYND/ALDA HALL­DÓRS­DÓTT­IR OG GUЭRÚN VALDI­MARS­DÓTT­IR

Hell­ur eft­ir Öldu Hall­dórs­dótt­ur og Guð­rúnu Valdi­mars­dótt­ur fram­leidd­ar af Sam­verki ehf. á Hellu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.