Bæk­ur í þyngri kant­in­um best­ar

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Mér þyk­ir bæk­ur í þyngri kant­in­um láta vel í eyr­um, til dæm­is eft­ir Tol­stoj, Dostoj­evskí og Kaf­ka,“seg­ir Við­ar B. Þor­steins­son raf­iðn­fræð­ing­ur, sem hlust­ar jafn­an á hljóð­bæk­ur á leið í vinn­una og úr og komst yf­ir á ann­að hundrað bæk­ur á síð­asta ári.

Við­ar býr í Kópa­vog­in­um en starfar hjá Ís­lenskri erfða­grein­ingu og ferð­ast æ oft­ar á milli á hjóli. Ekki bara vegna hækk­andi eldsneytis­verðs eða heilsu­fars­sjón­ar­miða, held­ur kveðst hann líka orð­inn háð­ur hljóð­bók­un­um. „Ég hlakka oft til að fara út að hjóla og hlusta á sögu. Stund­um fer ég með­fram sjón­um til að lengja leið­ina og er þá um fjöru­tíu mín­út­ur.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.