Skín­andi góð­ur skyndi­biti

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Vöru­hönn­uð­ur­inn Helga Björg Jónas­ar­dótt­ir tek­ur virk­an þátt í Hönn­un­ar­M­ars ásamt fé­lög­um sín­um úr hönn­un­art­eym­inu Björg í bú og hef­ur lít­inn tíma af­lögu til að standa í mat­ar­gerð. „Þá er gott að eiga í fór­um sín­um ein­falda upp­skrift af orku­bombu sem kem­ur manni í gír­inn,“seg­ir hún létt í bragði.

„ Þetta er grænn orku­drykk­ur sem er al­veg skín­andi góð­ur skyndi­biti og sér­stak­lega góð­ur á morgn­ana. Það má vit­an­lega skipta út ávöxt­um en spínatið má þó helst ekki missa sín enda fullt af krafti.“

Helga Björg og sam­starfs­kon­ur henn­ar Edda Gylfa­dótt­ir og Guð­rún Hjör­leifs­dótt­ir taka með­al ann­ars þátt í þema­sýn­ing­unni Kirsu­ber í Kirsu­berja­trénu um helg­ina. Þar verð­ur nýr hnífa­seg­ull frá Björg í bú til sýn­is. „Hann var upp­haf­lega bú­inn til úr eik en við lét­um gera hann úr kirsu­berja­viði af þessu til­efni. Hann er inn­blás­inn af flóru Ís­lands og er hugs­að­ur sem skreyt­ing með nota­gildi. Hann er bú­inn kraftsegli og ým­ist hugs­að­ur fyr­ir hnífa eða lykla. Hann fer því vel hvort sem er í eld­hús­inu eða for­stof­unni.“

Þær stöll­ur munu einnig sýna peysu­leysi í vöru­húsi með vöru­hönn­un í hús­inu þar sem Sautján var við Lauga­veg­inn auk þess sem þær kynna fitu­laus­ar ör­flög­ur í Nor­ræna hús­inu klukk­an 17.58 í kvöld.

FRÉTTABLAЭIÐ/GVA

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.