Svífa um og túlka sögu

Stúlk­ur úr Skauta­fé­lagi Akur­eyr­ar efna til list­sýn­ing­ar á ís Skauta­hall­ar­inn­ar á Akur­eyri á morg­un klukk­an 17.30. Ágóð­inn af sýn­ing­unni renn­ur til Krabba­meins­fé­lags Akur­eyr­ar og ná­grenn­is.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Sýn­ing­una byggj­um við al­ger­lega upp sjálf­ar og höf­um mætt í vet­ur klukk­an sex á morgn­ana til að æfa. Við leggj­um okk­ur fram til að allt megi tak­ast sem best,“seg­ir Telma Eiðs­dótt­ir, ein níu stúlkna sem standa fyr­ir at­hygl­is­verðri sýn­ingu í Skauta­höll­inni á Akur­eyri á morg­un. Hún seg­ir hug­mynd­ina hafa ver­ið í þró­un lengi og mikl­um tíma hafi ver­ið var­ið í und­ir­bún­ing­inn.

Stelp­urn­ar eru all­ar bún­ar að æfa list­hlaup á skaut­um í hátt í tíu ár og taka þátt í ein­stak­lingskeppn­um í þeirri grein. Þær lang­aði að feta nýj­ar braut­ir í list­inni. Því varð það úr að þær stofn­uðu sýn­ing­ar­hóp í haust og hafa síð­an stund­um kom­ið fram í hlé­um á ís­hok­kí­leikj­um. Nú fær­ast þær öllu meira í fang.

Þema sýn­ing­ar­inn­ar er bar­átta ungr­ar stúlku við krabba­mein sem hún sigr­ast á og þar er stuðst við sanna sögu. „Bæði er saga stúlk­unn­ar les­in og í dans­in­um túlk­um við til­finn­ing­ar henn­ar og líð­an,“lýs­ir Telma.

Þær stöll­ur lang­aði þó að gera meira en ein­ung­is setja upp sýn­ingu. Því ákváðu þær að styrkja Krabba­meins­fé­lag Akur­eyr­ar og ná­grenn­is með við­burð­in­um og all­ur ágóði af miða­sölu renn­ur þang­að. Inn­gang­ur kost­ar 1.000 krón­ur en 10 ára og yngri fá frítt.

MYND/HEIÐA.IS

Stúlk­urn­ar hafa all­ar æft list­hlaup á skaut­um í hátt í tíu ár og keppt í grein­inni. Nú hafa þær stofn­að sýn­ing­ar­hóp.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.