Auk­ið fram­boð af ster­um

Fram­boð af ster­um, vaxt­ar­horm­ón­um og öðr­um efn­um af svip­aðri gerð er um­tals­vert hér á landi. Efn­in eru bæði not­uð sam­hliða lík­ams- og vaxt­ar­rækt og ein og sér. Auka­verk­an­irn­ar eru var­huga­verð­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Fram­boð af ster­um, vaxt­ar­horm­ón­um og öðr­um efn­um er um­tals­vert og fer að mínu viti vax­andi,“seg­ir Sölvi Fann­ar Við­ars­son, einka­þjálf­ari hjá World Class. Hann seg­ir efn­in not­uð sam­hliða lík­ams­rækt­ar­þjálf­un og vaxt­ar­rækt en líka ein og sér í þeim til­gangi að auka vöðvamassa og minnka fitu. Sölvi Fann­ar hef­ur grun um að þeir sem selja ólög­leg fíkni­efni bjóði upp á fjöl­breytt­ari flóru og þar á með­al þessi efni. „Ég held að það sé oft sama fólk­ið sem er að dreifa þessu og fíkni­efn­um og er þessu tölu­vert hald­ið að fólki.“

Und­ir þetta tek­ur Karl Stein­ar Vals­son, yfir­mað­ur fíkni­efna­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Í þeim hús­leit­um sem við höf­um far­ið í finn­ast gjarn­an ster­ar og önn­ur efni inn­an um fíkni­efni og er magn­ið um­tals­vert.“Hann seg­ir lög­regl­una þó ekki hafa orð­ið vara við ólög­lega um­ferð vaxt­ar­horm­óna. Hins veg­ar hef­ur Sölvi Fann­ar í starfi sínu sem einka­þjálf­ari, fyr­ir­les­ari og ráð­gjafi orð­ið þess áskynja að tals­vert sé um notk­un þeirra og seg­ir ýms­ar rang­hug­mynd­ir á kreiki.

„Því er til dæm­is hald­ið fram að með vaxt­ar­horm­ón­um megi ná sams kon­ar ár­angri og Hollywood­stjörn­urn­ar hafa náð og eru sum­ir, og þá sér­stak­lega yngra fólk, ginn­keypt fyr­ir því. Það fylg­ir hins veg­ar ekki sög­unni að stjörn­urn­ar eru oft­ast nær með einka­kokk, einka­þjálf­ara og nær­ing­ar­fræð­ing sér við hlið ásamt því að vera í stífri þjálf­un sem skýr­ir ár­ang­ur­inn miklu frek­ar. Sama ár­angri má ná með góðri þjálf­un, réttu mataræði og hæfi­legri hvíld. Fólk sæk­ir hins veg­ar í þessa ímynd og góð söluræða virð­ist kveikja í sum­um,“seg­ir Sölvi. Hann seg­ir auka­verk­an­irn­ar hins veg­ar var­huga­verð­ar.

„ Notk­un­in get­ur vald­ið svo­köll­uð­um æsi­vexti með til­heyr­andi van­sköp­un í and­liti auk þess sem hætta er á líf­færas­tækk­un, syk­ur­sýki og krón­ískri sina­skeiða­bólgu svo dæmi séu nefnd. Þá er kostn­að­ur­inn gríð­ar­leg­ur en mán­að­ar­skammt­ur er í kring­um hundrað þús­und krón­ur sem mér finnst blóð­ugt í ljósi áhætt­unn­ar og þess að hugs­an­leg­um ár­angri má ná með hefð­bundn­um hætti. Eins finnst mér ótrú­legt að fólk sé til­bú­ið að ganga svo langt að sprauta sig.“

Rafn Bene­dikts­son, innkirtla­og efna­skipta­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, seg­ir vel þekkt að fólk komi á bráða­mót­töku vegna steram­is­notk­un­ar. „ Þeir sjúk­ling­ar þurfa svo stund­um sjúkra­hús­vist á til dæm­is nýrna- eða hjarta­deild vegna al­var­legra auka­verk­ana. Ég hef þó ekki stað­fest til­felli um að menn hafi kom­ið inn vegna mis­notk­un­ar á vaxt­ar­horm­ón­um ein­göngu en al­gengt er tal­ið að mis­mun­andi lyf og efni séu not­uð sam­an. Ann­ars tel ég að notk­un vaxt­ar­horm­óns sé á mis­skiln­ingi byggð og það hef­ur sýnt sig í rann­sókn­um að það breyt­ir ekki miklu um frammi­stöðu fólks sem er heil­brigt. Hins veg­ar geta þessi efni skipt sköp­um fyr­ir þá sem líða skort vegna sjúk­dóma. Rafn seg­ir mis­notk­un vaxt­ar­horm­óns geta vald­ið æsi­vexti (acromega­ly), með of há­um blóð­þrýst­ingi, syk­ur­sýki, of­vexti á hjarta og hugs­an­lega hjarta­bil­un.

NORDICPHOT­OS/GETTY

„Í þeim hús­leit­um sem við höf­um far­ið í finn­ast gjarn­an ster­ar og önn­ur efni inn­an um fíkni­efni,” seg­ir Karl Stein­ar Vals­son, hjá fíkni­efna­deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en ým­is­legt virð­ist benda til að auk­ið fram­boð sé af ster­um á Íslandi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.