Ótrú­leg upp­lif­un á Heilsu­hót­el­inu

Þeg­ar Gerð­ur Sig­urð­ar­dótt­ir greind­ist með brjóstakra­bba­mein fyr­ir rúm­um mán­uði ákváðu hún og dótt­ir henn­ar, Inga Krist­ins­dótt­ir, að fara sam­an á Heilsu­hót­el­ið á Reykja­nesi eft­ir að­gerð sem Gerð­ur þurfti að gang­ast und­ir. Upp­lif­un þeirra beggja var einkar

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Inga Krist­ins­dótt­ir býr í Washingt­on DC í Banda­ríkj­un­um. Þar líkt og víð­ar hef­ur ver­ið mik­il um­ræða um hreins­un lík­am­ans og eit­ur­efni í mat og hef­ur Inga kynnt sér þau mál­efni vel. „ Þeg­ar móð­ir mín greind­ist með brjóstakra­bba­mein fyr­ir rúm­um mán­uði stakk ég upp á því að við fær­um sam­an í det­ox,“seg­ir Inga. Gerð­ur, móð­ir henn­ar, sagði henni þá frá Heilsu­hót­eli Ís­lands á Reykja­nesi og þær ákváðu að at­huga hvort þær fengju að koma eft­ir að­gerð­ina. „Ég hringdi á stað­inn og mér var vel tek­ið. Við slóg­um því til og ég pant­aði flug til Ís­lands rétt fyr­ir að­gerð mömmu,“seg­ir Inga. Við viss­um líka að það er starf­andi lækn­ir við hót­el­ið.

„Ég hef alltaf ver­ið hundrað pró­sent viss um að mat­ur og það sem mað­ur læt­ur of­an í sig skipti máli,“seg­ir Gerð­ur. Ég er hálfpart­inn á móti lyfja­með­ferð en mun fara í hana ef þörf kref­ur en það á eft­ir að koma í ljós.“Gerð­ur hef­ur fylgst vel með starfi Heilsu­hót­els­ins í gegn­um tíð­ina. „Mig lang­aði mik­ið að fara í det­ox þeg­ar boð­ið var upp á slíkt í Póllandi en gerði ekk­ert í því fyrr en núna,“út­skýr­ir hún.

Inga og Gerð­ur dvöldu á Heilsu­hót­el­inu í tvær vik­ur. „Það var tek­ið of­boðs­lega vel á móti okk­ur. Starfs­fólk­ið pass­aði mjög vel upp á mömmu og fylgd­ist vel með henni. Hér er pró­gramm all­an dag­inn, mik­ið um að vera og mað­ur ræð­ur hverju mað­ur tek­ur þátt í,“seg­ir Inga. Hún tel­ur upp morg­un­göngu, jóga, nudd, slök­un og inn­rautt sána­bað að ógleymdri ristil­skol­un. „Hún er al­ger snilld enda flýt­ir hún fyr­ir því að hreinsa eit­ur­efn­in út,“seg­ir hún.

Þær mæðg­ur voru sér­stak­lega ánægð­ar með fé­lags­skap­inn. „Hóp­ur­inn var mjög sam­rýmd­ur seg­ir Inga og bæt­ir við að á kvöld­in gátu gest­ir hót­els­ins far­ið í Bláa lón­ið auk þess sem boð­ið var upp á fyr­ir­lestra og skemmtikra­fta á hót­el­inu á kvöld­in.

Marg­ir hafa orð­ið til að gagn­rýna með­ferð­ir Heilsu­hót­els­ins. Höfðu þær ekki áhyggj­ur af því? „Hvað get­ur mað­ur haft áhyggj­ur af því að borða ávexti og græn­meti, sem fólk hef­ur lif­að á í marg­ar ald­ir?“spyr Inga áhyggju­laus.

En urðu þær aldrei svang­ar? „Nei, við feng­um að borða eins mik­ið og við mögu­lega gát­um í okk­ur lát­ið,“seg­ir Gerð­ur sem hafði upp­haf­lega nokkr­ar áhyggj­ur af því að verða svöng. „Það kom mér því ánægju­lega á óvart að svo var ekki, meira að segja á „föstu“dög­un­um varð ég ekki svöng.“

Inga seg­ir það hafa ver­ið ótrú­lega upp- lif­un að fara í gegn­um föstu. „Þá er mik­il hreins­un í gangi, gaml­ir verk­ir koma upp og hverfa síð­an,“seg­ir hún og Gerð­ur bæt­ir við að þær hafi séð mik­inn mun bæði á sjálf­um sér og öðr­um, sér­stak­lega í and­liti. „Ég létt­ist til dæm­is um fimm kíló,“seg­ir Gerð­ur ánægð.

Þær ætla báð­ar að reyna að halda í þá reynslu sem þær hafa afl­að sér í þess­ar tvær vik­ur með auknu græn­met­is­fæði og sér­stök­um föst­um.

„Þetta er bú­in að vera ótrú­leg upp­lif­un og líkt og að fara í ann­an heim.“Skemmti­legt fólk og ótrú­lega hag­stæð dvöl seg­ir Inga ánægð og Gerð­ur er sam­mála.

MYND/VILHELM

Mæðg­urn­ar Gerð­ur og Inga upp­lifðu góð­ar stund­ir á Heilsu­hót­el­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.