Tón­list­in sem með­ferð­ar­úr­ræði

Tón­list­in er æði áhrifa­rík. Í gegn­um hana er jafn­vel hægt að ná sam­bandi við fólk sem get­ur ekki tjáð sig.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Mús­ík­þerap­ist­ar nota tónlist til þess að að­stoða fólk við að vinna úr ýms­um vanda­mál­um,“seg­ir Soffía Fr­ans­iska Rafns­dótt­ir Hede mús­ík­þerap­isti. Hún seg­ir til mörg form mús­ík­þerapíu. „Í virkri mús­ík­þerapíu spil­ar og sem­ur skjól­stæð­ing­ur­inn sjálf­ur en í óvirkri bygg­ist með­ferð­in á því að hlusta,“út­skýr­ir Soffía.

Hún seg­ir tón­list­ina geta hjálp­að öll­um. „Hún er mik­ið not­uð í starfi með börn­um bæði sem sál­fræði­með­ferð eða þjálf­un­ar­að­ferð. Hún er líka not­uð sem hluti af end­ur­hæf­ingu, í vinnu með öldr­uð­um, geð­fötl­uð­um eða venju­legu fólki sem vill vinna úr sín­um mál­um,“seg­ir Soffía en mús­ík­þerapía er kennd í há­skóla og því við­ur­kennd með­ferð.

Soffía seg­ir Ís­lend­inga al­mennt lít­ið vita um mús­ík þerapíu. Þó eru nokkr­ir starf­andi mús­ík­þerap­ist­ar á land­inu. Með­al ann­ars á geð­deild Land­spít­ala og í Safa­mýr­ar­skóla. Þá er Tón­stofa Val­gerð­ar eina stof­an á land­inu þar sem ein­göngu starfa mús­ík­þerap­ist­ar. „ Fólk er hins veg­ar mjög op­ið fyr­ir þessu og finnst það spenn­andi. Enda er þetta form sem opn­ar mögu­leika fyr­ir þá sem geta ekki eða vilja ekki nýta sér önn­ur með­ferð­ar­form. Tón­list­in get­ur oft ver­ið hvati til að ná sam­bandi við fólk sem jafn­vel get­ur ekki tjáð sig,“seg­ir Soffía og árétt­ar að fólk þurfi alls ekki að kunna á hljóð­færi til að nýta sér mús­ík­þerapíu.

FRÉTTABLAЭIÐ/VILHELM

Soffía Fr­ans­iska Rafns­dótt­ir Hede mús­ík­þerap­isti seg­ir mús­ík­þerapíu hjálpa fólki til að vinna úr ýms­um vanda­mál­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.