Tísku­hús vilja ís­lenskt roð

Fyr­ir­tæk­ið Sjáv­ar­leð­ur á Sauð­ar­króki er í ör­um vexti. Starfs­mönn­um hef­ur fjölg­að um meira en helm­ing til að anna eft­ir­spurn frá út­lönd­um. Heims­þekkt tísku­hús og -hönn­uð­ir eru á með­al stærstu við­skipta­vina.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Fyr­ir­tæk­ið Sjáv­ar­leð­ur hf. á Sauð­ár­króki hef­ur um nokk­urra ára skeið sér­hæft sig í fram­leiðslu á roði fyr­ir al­þjóða­mark­að. Á und­an­förn­um mán­uð­um hef­ur hlaup­ið mik­ill vöxt­ur í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sem hef­ur í kjöl­far­ið þurft að breyta hús­næði sínu og fjölga starfs­mönn­um um meira en helm­ing.

„Það hef­ur orð­ið í kring­um 85 pró­senta aukn­ing í fram­leiðslu þessa fyrstu þrjá mán­uði árs­ins ef mið­að er við sama tíma í fyrra, þar sem eft­ir­spurn­in er­lend­is hef­ur stór­auk­ist. Í kjöl­far­ið höf­um við fjölg­að starfs­fólki úr tólf í þrjá­tíu í húsi,“seg­ir Ma­ría Krist­ín Magnús­dótt­ir, mark­aðsog sölu­stjóri hjá Sjáv­ar­leðri, og get­ur þess að með þessu áfram­haldi þurfi að bæta við enn fleira starfs­fólki.

Sjáv­ar­leð­ur er fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki í eigu hjón­anna Sig­ríð­ar Kára­dótt­ur og Gunn­steins Björns­son­ar sem stofn­uðu það ár­ið 1995. Eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf út­flutn­ing fyr­ir nokkr­um ár­um hafa mörg af þekkt­ustu tísku­hús­um og -hönn­uð­um heims sóst eft­ir af­urð­um þess; Lou­is Vuitt­on, Di­or, Jimmy Choo og Hugo Boss þar á með­al og síð­ast Siger­son Morri­son, Bri­an Atwood og Kelly Locke.

„ Locke sendi fyr­ir skemmstu frá sér nýj­ar tösk­ur í tak­mörk­uðu upp­lagi að hluta unn­ar úr af­urð­um Sjáv­ar­leð­urs, sem ýms­ar er­lend­ar stór­stjörn­ur hafa skart­að, Emma Ro­berts, Sara Hy­land, Michelle Rodriqu­ez, Halle Berry og fleiri.“Ma­ría hef­ur ekki tölu á þeim öll­um en seg­ir standa til að reisa frægð­ar­vegg með mynd­um af þeim og vör­un­um í sum­ar í Gesta­stofu Sút­ar­ans, þar sem gest­um og gang­andi gefst að auki kost­ur á að kynn­ast verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins. „Von­andi kom­um við bara öll­um fyr­ir,“seg­ir hún og hlær.

Ma­ría seg­ir þetta góða gengi vissu­lega mik­ið ánægju­efni. „Ég tek þó fram að þetta er mik­il tarna­vinna hjá okk­ur, oft vit­um við ekki hvernig land­ið ligg­ur nema nokkr­ar vik­ur fram í tím­ann,“bend­ir hún á en bæt­ir við að fram­tíð­in sé engu að síð­ur björt.

Jakk­ar frá Li­ve&Lo­ve sem eru að hluta úr lax­aroði frá Sjáv­ar­leðri.

Ma­ría Krist­ín Magnús­dótt­ir hjá Sjáv­ar­leðri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.