Margt skrít­ið og skond­ið

Fugla­sýn­ing verð­ur opn­uð í dag klukk­an 16 í Nátt­úru­setr­inu að Húsa­bakka í Svarf­að­ar­dal. Hin vís­inda­lega þekk­ing er þar mik­ils met­in og í gegn um leiki og skemmti­leg­heit verð­ur hún eft­ir­minni­legri en ella.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Við ákváð­um að segja sög­ur af öllu því stór­merki­lega, skrítna og skondna sem ver­öld fugl­anna býr yf­ir en vera ekki bara með upp­stopp­aða fugla í skáp­um,“seg­ir Hjör­leif­ur Hjart­ar­son, for­stöðu­mað­ur Nátt­úru­set­urs­ins á Húsa­bakka í Svarf­að­ar­dal, um fjöl­breyti­lega sýn­ingu sem verð­ur opn­uð þar í dag og nefn­ist Frið­land fugl­anna. Hún er sér­stak­lega snið­in að börn­um en hæf­ir ekki síð­ur full­orðn­um og fjall­ar um fugla í öll­um sín­um marg­breyti­leika.

„ Sýn­ing­ar­gest­ir eru ekki ein­ung­is hlut­laus­ir áhorf­end­ur held­ur virk­ir þátt­tak­end­ur,“seg­ir Hjör­leif­ur. „Við tök­um ekki allt of há­tíð­lega hina klass­ísku vís­inda­legu flokk­un­ar­fræði sem hef­ur ver­ið leið­ar­stef í nátt­úru­sýn­ing­um fram til þessa held­ur leggj­um að jöfnu eðl­is­fræð­ina og nátt­úru­fræð­ina sem og þjóð­sög­urn­ar, skáld­skap­inn og þjóð­trúna í kring­um fugl­ana. Svo eru ým­is skemmti­leg­heit að fást við, það er til dæm­is hægt að prófa að ganga á vað­fugls­fót­um og gera ein­fald­ar til­raun­ir sem út­skýra mis­mun­andi lifn­að­ar­hætti fugla.

Sem dæmi um at­riði má nefna ís­lensku hæn­una sem sett er á stall fyr­ir það að verpa fugla mest. Góð varp­hæna verp­ir 270 eggj­um á ári og árs­fram­leiðsl­unni er stillt upp í eggja­bik­ur­um af öll­um gerð­um aft­an við hana. Reynd­ar vant­ar okk­ur fleiri eggja­bik­ara, þú mátt geta þess í blað­inu.“

Nátt­úru­setr­ið á Húsa­bakka er gesta­stofa fyr­ir Frið­land Svarf­dæla sem stofn­að var 1972 og nær yf­ir átta fer­kíló­metra svæði í dal­botn­in­um. Á Húsa­bakka er fræði­manns­í­búð og gist­ing en fugla­sýn­ing­in verð­ur hryggj­ar­stykk­ið í starf­semi nátt­úru­set­urs­ins. Hjör­leif­ur kveðst hafa feng­ið hönn­uð­ina Guð­björgu Giss­ur­ar­dótt­ur og Jón Árnason til að setja sýn­ing­una upp og þeir hafi skil­að af­ar góðu verki. Sýn­ing­in verð­ur opn­uð í dag klukk­an 16 og verð­ur svo op­in alla daga í sum­ar milli klukk­an 12 og 18.

„Við leggj­um að jöfnu eðl­is­fræð­ina og nátt­úru­fræð­ina sem og þjóð­sög­urn­ar, skáld­skap­inn og þjóð­trúna kring­um fugl­ana,” seg­ir Hjör­leif­ur for­stöðu­mað­ur á Húsa­bakka.

Hæn­an er á stalli með ársa­frakst­ur af eggj­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.