Gott að vera með sjálf­um sér

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Mað­ur þjálf­ar ekki upp ít­ur­vax­inn kropp í golfi, en lær­ir þess í stað mik­inn sjálf­saga og ein­beit­ingu, ásamt því að eiga náð­ug­ar stund­ir með sjálf­um sér og geta dund­að úti í nátt­úr­unni,“seg­ir Tinna og mund­ar kylf­una, meist­ari ís­lenskra kvenna í golfi.

Hún seg­ist hafa álp­ast út á golf­völl með golf­sjúkri fjöl­skyldu sinni á tólfta ár­inu.

„Og það þurfti ekki meira til; ég ánetj­að­ist golf­inu um leið. Íþrótt­in býð­ur upp á góð­an fé­lags­skap, er lát­laus í tísku­straum­um og laus við brjál­uð læti sem fylgja mörgu öðru sporti,“seg­ir Tinna sem um helg­ina er stödd í aust­ur­rísku borg­inni Graz með ís­lenska lands­lið­inu þar sem hún kepp­ir á Evr­ópu­móti lands­liða.

„En ef ég ætti frí­helgi, sem ger­ist vart um helg­ar vegna þéttra golf­móta á sumr­in, mundi ég samt fara á golf­völl­inn, enda líf mitt og yndi. Svo þætti mér ynd­is­legt að fara í sund og grilla með fjöl­skyld­unni á eft­ir, en nota kvöld­in í spil, bíó­mynd eða spjall á Danska barn­um með vin­kon­um mín­um,“seg­ir Tinna kát í hvíld­arpásu á Odda­velli í Garða­bæ, en hún er liðs­mað­ur Golf­klúbbs­ins Keil­is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.