Börn­in njóta mynd­anna

Bergrún Ír­is Sæv­ars­dótt­ir mál­aði her­bergi fyr­ir son sinn þeg­ar hún var ólétt. Mál­un­in hef­ur und­ið upp á sig og hef­ur hún síð­an gert barna­her­bergi víð­ar. Bergrún seg­ir að hvert her­bergi eigi að vera ein­stakt.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„ Ég mál­aði her­bergi fyr­ir son minn sem part af hreið­ur­gerð­inni þeg­ar ég var ólétt,“seg­ir Bergrún Ír­is Sæv­ars­dótt­ir teikn­ari og ann­ar stjórn­anda sjón­varps­þátt­ar­ins Inn­lit/út­lit á Skjá ein­um. Verk­efn­ið vatt upp á sig og hún hef­ur gert barna­her­bergi víð­ar. Bergrún gef­ur sér tíma til að líta upp úr verk­efni dags­ins og segja blaða­manni frá. „Núna er ég að mála her­bergi barns sem á for­eldra sem báð­ir eru tón­list­ar­menn. Það eru þau Gunn­ar Ben í Skálmöld og Þóra Marteins­dótt­ir tón­skáld sem báðu mig um að kíkja á her­berg­ið. Það lá bein­ast við að gera líf­legt her­bergi með hljóð­fær­um.“

Bergrún seg­ir að hún hafi í byrj- un ákveð­ið að hafa formin sem hún mál­ar ein­föld. „Það var upp­runa­lega hug­mynd­in. Mér finnst vegg­fóð­ur og borð­ar óþarf­lega flókn­ir fyr­ir lít­il börn, þessi allra yngstu. Ég vil að börn­in geti not­ið mynd­anna,“seg­ir Bergrún og bæt­ir við að barna­leik­föng séu nógu lit­rík til þess að lífga upp á her­berg­ið. „Son­ur minn er tutt­ugu mán­aða núna og elsk­ar dýr­in á veggn­um. Hann vakn­ar á morgn­ana og byrj­ar að gera apa­hljóð og fíla­hljóð því dýr­in eru við rúm­ið. Það er mjög gam­an að vakna við það,“upp­lýs­ir Bergrún bros­andi.

Innt eft­ir því hvernig Bergrún mál­ar her­berg­in seg­ir hún: „Þeg­ar ég mál­aði vegg­inn hjá syni mín­um þá gerði ég það frí­hend­is. Núna hef ég ver­ið að prufa mig áfram með að búa til stensla,“út­skýr­ir Bergrún sem seg­ir það spara tíma. „Hvert her­bergi á að vera ein­stakt. Ég nýti kannski sömu dýr nokkr­um sinn­um, en bæti þá ein­hverju öðru við.“

En hvað er á döf­inni hjá þér núna? „Ég er að fara að gera rosa flott vík­inga­her­bergi í næstu viku. Ég er mjög spennt fyr­ir því,“seg­ir Bergrún og held­ur áfram: „For­eldr­arn­ir eru vík­ing­ar og son­ur þeirra tek­ur þátt í því með þeim. Her­berg­ið hans er samt enn þá á hug­mynda­stigi.“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á www.bergrun­ir­is.com

FRÉTTABLAЭIÐ/GVA

Bergrún seg­ir að heima­síða Inn­lits/út­lits, www.inn­litutlit.is, verði virk í sum­ar. Þar er ým­is ráð að finna.

MYND/ÚR EINKASAFNI

Litir barna­her­bergj­anna eru vald­ir í sam­ráði við for­eldr­ana.

MYND/ÚR EINKASAFNI

Bergrún reyn­ir að hafa mynd­irn­ar ein­fald­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.