Góð áhrif ís­lenskra jurta

Arn­björg Linda Jó­hanns­dótt­ir, nála­stungu- og grasa­lækn­ir, hef­ur yf­ir­fært kín­versk­ar lækn­ing­ar á ís­lensk­ar jurtir. Í end­urút­gef­inni bók henn­ar, Ís­lensk­ar lækn­inga­jurtir, er að finna þann fróð­leik.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Bók­in Ís­lensk­ar lækn­inga­jurtir eft­ir Arn­björgu Lindu Jó­hanns­dótt­ur, nála­stungu- og grasa­lækni, hef­ur ver­ið end­urút­gef­in. Í nýrri út­gáfu hef­ur kynn­ingu á kín­verskri lækn­is­fræði ver­ið bætt við.

„ Kín­versk­ar lækn­ing­ar eru önn­ur leið til sjúk­dóms­grein­ing­ar en hin hefð­bundna vest­ræna leið. Kín­verska kerf­ið á í raun miklu bet­ur við jurtir,“út­skýr­ir Arn­björg Linda en hún nam kín­versk­ar lækn­ing­ar í Englandi eft­ir að hafa mennt­að sig í nála­stungu- og grasa­lækn­ing­um þar ytra.

„Ég fór út í kín­verska lækn­is­fræði til að öðl­ast betri skiln­ing á við­fangs­efn­inu en kín­verska kerf­ið er elsta kerfi sem jurtir hafa ver­ið greind­ar eft­ir,“út­skýr­ir Arn­björg.

Í bók­inni yf­ir­fær­ir hún kín­versku fræð­in á flest­ar ís­lensku jurt­anna og út­skýr­ir eig­in­leika hverr­ar jurt­ar bæði sam­kvæmt kín­verska kerf­inu og því vest­ræna. „Þetta er í fyrsta sinn sem kín­versk lækn­is­fræði er kynnt á ís­lensku máli,“seg­ir Arn­björg.

Bók­in er skreytt bæði teikn­ing­um og ljós­mynd­um. Hverri jurt er lýst og hvar hún vex, hvaða hlut­ar henn­ar eru nýtt­ir og hvenær á að tína hana. Þá eru lýs­ing­ar á hvernig á að búa til te, bakstra eða krem úr jurt­un­um.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um kín­verska lækn­is­fræði eru á síð­unni na­la­stung­ur.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.