Á Magna við sól­ar­upp­rás

Eft­ir að hafa horft á magn­að gos á Fimm­vörðu­hálsi í kulda og roki fyr­ir rúmu ári var það ljúf upp­lif­un fyr­ir Hall­dóru Ingi­bergs­dótt­ur gjald­kera að ganga á eld­fjöll­in nú á logn­værri og bjartri Jóns­messunótt.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Við fór­um frá Skóg­um um nýstik­aða göngu­leið með­fram vest­ari kvísl Skógár. Þar varð hver glæsi­foss­inn eft­ir ann­an á vegi okk­ar og mik­il nátt­úru­feg­urð. Ég tel þetta vera leið sem all­ir með áhuga á göngu­ferð­um ættu að setja í for­gang,“seg­ir Hall­dóra Ingi­bergs­dótt­ir um ný­lega Jóns­messu­göngu um Fimm­vörðu­háls sem hún fór með Úti­vist.

Hall­dóra er mik­il göngu­kona og er ein­mitt að leggja á Lauga­veg­inn þeg­ar þess­ar lín­ur birt­ast. Hún kveðst hafa geng­ið á Fimm­vörðu­háls bæði frá Skóg­um og Þórs­mörk til að skoða gos­ið í fyrra­vor en nú í fyrsta sinn far­ið yf­ir Helj­ar­kamb. „ Það var auð­vit­að stór­brot­ið að vera þarna í kulda og roki með gos­ið í full­um gangi en upp­lif­un­in var enn meiri núna. Nú sá ég allt í nýju ljósi og eld­fjöll­in Magna og Móða í fyrsta sinn. Það var magn­að að standa á Magna við sól­ar­upp­rás í heið­ríkju og ynd­is­legu veðri og horfa yf­ir á Móða.“

Enn rýk­ur úr eld­gíg­um og op­in sprunga er á svæð­inu nið­ur á gló­andi hraun að sögn Hall­dóru. Eins er mik­il aska á göngu­leið­inni, sér­stak­lega á sjálf­um háls­in­um. „En við vor­um nán­ast í logni og ný­lega hafði rignt, þannig að að­stæð­ur voru eins góð­ar og þær geta orð­ið,“lýs­ir hún.

Hall­dóra seg­ir hóp­inn hafa kom­ið nið­ur í Bása á ní­unda tím­an­um að morgni eft­ir hálfs sól­ar­hrings göngu. „Við vor­um ekk­ert að flýta okk­ur,“seg­ir hún. „Stopp­uð­um oft til að taka mynd­ir og svo var Úti­vist alltaf að bjóða upp á hress­ingu öðru hverju og í skál­an­um á Fimm­vörðu­hálsi var ilm­andi kjötsúpa á boð­stól­um. Þetta var mik­il stemn­ings­ferð og vel að henni stað­ið á all­an hátt.“

Við Innri Fells­foss í Skógá.

MYND­IR/SIGURPÁLL INGIBERGSS­ON

Hall­dóra með Eyja­fjalla­jök­ul í bak­sýn þar sem enn sjást gufu­bólstr­ar stíga upp frá eld­gígn­um.

Göngu­fólk við nýja fjall­ið Magna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.