Há­karl­inn sló í gegn

Allt ætl­aði um að koll að keyra þeg­ar Sru­li Recht frum­sýndi nýja herralínu í Pa­rís á dög­un­um. Með­al við­staddra var hinn heims­þekkti Lenny Kra­vitz, sem keypti að­klæðn­að fyr­ir vænt­an­legt tón­leika­ferða­lag.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Ný herralína frá Sru­li Recht hlaut frá­bær­ar við­tök­ur þeg­ar hún var frum­sýnd á tísku­sýn­ingu í Pa­rís á dög­un­um. Troð­ið var út að dyr­um með­an á henni stóð og vöktu ljós­mynd­ir Marinós Thorlacius af lín­unni sér­staka at­hygli sýn­ing­ar­gesta.

Á með­al þeirra var eng­inn ann­ar en tón­list­ar­mað­ur­inn heimsk­unni Lenny Kra­vitz, sem heill­að­ist svo af hönn­un Sru­li að hann gerði sér lít­ið fyr­ir og keypti heilu bíl­farm­ana af mun­um úr lín­unni, jakka, leð­ur­skyrt­ur, skart­gripi og fleira. Kra­vitz hyggst klæð­ast þeim á tón­leika­ferða­lagi sínu um Evr­ópu í ár, í kjöl­far út­gáfu á ní­undu hljóð­vers­plötu sinni Black and White America. Tón­leika­ferða­lag­ið verð­ur því án efa ein besta kynn­ing sem starf­andi hönn­uð­ur á Íslandi hef­ur feng­ið.

Ný­stár­leg­ar nálgan­ir við notk­un á efni­við hafa vak­ið at­hygli á hönn­un Sru­li og er nýja lín­an þar eng­in und­an­tekn­ing. Þannig er leð­ur úr há­karla­skrápi eitt af þeim hrá­efn­um sem not­uð eru í tísku­lín­una en lín­an sam­an­stend­ur af hvorki meira né minna en hundrað hlut­um og er inn­blást­ur sótt­ur í ís­lenska nátt­úru.

Hún er því ein sú stærsta sem hef­ur verð gerð hér­lend­is og heil­mik­il vinna sem ligg­ur að baki henni.

„Við vor­um hálft ár að ganga frá lín­unni en ef öll for­vinna, það er hug­mynda­vinnna og fleira er tek­in með í reikn­ing­inn spann­ar ferl­ið fjór­tán ár,“út­skýr­ir Sru­li, en til gam­ans má geta að einn jakk­inn kall­ast Fjór­tán ár og á heiti hans að end­ur­spegla fjór­tán ára reynslu hönnuð­ar­ins sjálfs af mynstur­gerð.

Við tek­ur nú mik­il vinna við að ganga frá pönt­un­um og seg­ist Sru­li reikna með að þurfa að fjölga starfs­fólki til að anna eft­ir­spurn.

„Satt best að segja sár­vant­ar mig fleira sauma­fólk á vinnu­stof­una mína og er að leita að mennt­uð­um reynslu­bolt­um til að að­stoða mig.“

MYND­IR/MARINO THORLACIUS

Sru­li Recht er óhrædd­ur við að fara ótroðn­ar slóð­ir í hönn­un sinni.

Fjór­tán ár kall­ast þessi frum­legi jakki.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.