Húll­um­hæ fyr­ir aust­an

Ung­menna- og íþrótta­sam­band Aust­ur­lands blæs til veislu­halda á Fljóts­dals­hér­aði um helg­ina. Þá fer í hönd Sumar­há­tíð sam­bands­ins sem er óvenju veg­leg af því til­efni að sjö­tíu ár eru lið­in frá stofn­un þess.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Það er ekki nokk­ur spurn­ing að það verð­ur brjál­að stuð enda reikn­um við með 200 hress­um krökk­um sem munu etja kappi í fót­bolta, sundi, frjáls­um og strand­bolta, svo fátt eitt sé nefnt,“seg­ir Gunn­ar Gunn­ars­son, rit­ari Ung­menna- og íþrótta­sam­bands Aust­ur­lands, sem stend­ur fyr­ir Sumar­há­tíð á Fljóts­dals­hér­aði um helg­ina.

Ekk­ert verð­ur til spar­að við að gera há­tíð­ina sem veg­leg­asta enda fagn­ar sam­band­ið 70 ára af­mæli í ár. Keppni hófst í sundi og frjálsí­þrótt­um í gær og eft­ir það hef­ur hver spenn­andi við­burð­ur­inn rek­ið ann­an. Sjálf af­mæl­is­veisl­an verð­ur hins veg­ar í dag klukk­an 17 og lof­ar Gunn­ar góðri skemmt­un. „Fárán­leg­ir fá­rán­leik­ar, af­hjúp­un á lukku- dýri UÍA og af­hend­ing verð­launa úr ljóða- og mynd­list­ar­sam­keppni Snæ­fells eru með­al uppá­koma.“Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er svo ein stærsta og girni­leg­asta af­mæliskaka sem hef­ur lengi sést.

Gunn­ar er ekki í nokkr­um vafa um að bæði nú­ver­andi og fyrr­ver­andi fé­lag­ar í UÍA eigi eft­ir að fjöl­menna um helg­ina, enda hafi sam­band­ið allt frá stofn­un þann 28. júní 1941 skap­að kjöl­festu í æsku­lýðs- og er því með­al stærstu hér­aðs­sam­band­anna og eitt helsta sam­ein­ing­ar­tákn Aust­ur­lands,“út­skýr­ir hann og býð­ur alla hjart­an­lega vel­komna.

Há­tíð­ar­höld­un­um verð­ur form­lega slit­ið síð­deg­is á morg­un með glímukynn­ingu í Minja­safni Aust­ur­lands. Þar stend­ur jafn­framt yf­ir sögu­sýn­ing sem var opn­uð á föstu­dag og munu hún og ljóða- og mynd­list­ar­sýn­ing í Slát­ur­hús­inu fá að standa áfram. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar á heima­síðu UíA, slóð­in er www.uia.is.

Ein­kenn­is­dýr Aust­ur­lands í nýju ljósi. Um helg­ina verð­ur heiti á nýju lukku­dýri UÍA ljóstr­að.

Í kring­um 200 hress­ir krakk­ar taka þátt í Sumar­há­tíð UÍA sem hófst í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.