Ein­fald­ur mat­seð­ill í ósnort­inni nátt­úru

Svell­andi súpa með heima­bök­uðu brauði og sal­ati, ásamt kaffi og kök­um, er í boði á Geita­felli, nýj­um veit­inga­stað á sam­nefnd­um bæ á Vatns­nesi í Vest­ur-húna­vatns­sýslu. Svo er vís­ir að safni við hlið­ina.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Ferða­menn á Vatns­nesi sækj­ast eft­ir að sjá seli í sín­um nátt­úru­legu heim­kynn­um, fugla­líf, kletta og fal­leg­ar vík­ur. Nú hef­ur að­drátt­ar­afl svæð­is­ins auk­ist enn frek­ar því veg­leg­ur veit­inga­stað­ur var opn­að­ur í síð­asta mán­uði að Geita­felli, ut­ar­lega á vest­an­verðu nes­inu. Þar ræð­ur Sigrún J. Bald­urs­dótt­ir ríkj­um.

„Mat­seð­ill­inn er ein­fald­ur,“seg­ir Sigrún. „Við erum með sjáv­ar­rétt­asúpu og græn­met­is­súpu úr eð­al­hrá­efni, sal­at úr heimarækt­uðu græn­meti og heima­bak­að brauð. Auk þess eru kaffi og kök­ur.

Gest­irn­ir okk­ar hafa ver­ið af­ar ánægð­ir með þess­ar veit­ing­ar, skyrkak­an nýt­ur til dæm­is mik­illa vin­sælda hjá út­lend­ing­um. En þú mátt geta þess í blað­inu að það er viss­ara fyr­ir stóra hópa að panta fyr­ir­fram því súp­an stend­ur ekki í pott­un­um all­an dag­inn held­ur er lög­uð eft­ir pönt­un.“

Sigrún keypti jörð­ina Geita­fell, ásamt manni sín­um Ró­bert Jóni Jack, ár­ið 2002. Þar eru þau með hross­a­rækt í smá­um stíl. Þau hafa end­ur­nýj­að girð­ing­ar og rif­ið öll hús nema hlöð­una og súr­hey­st­urn­inn, byggt nýtt íbúð­ar­hús og breytt hlöð­unni í 80 manna veit­inga­stað. Efri hluti súr­hey­st­urns­ins er til­eink­að­ur tengda­föð­ur Sigrún­ar, sr. Ró­bert Jack, sem var prest­ur á Tjörn á Vatns­nesi og bjó á Geita­felli um tíma.

Mun­irn­ir í turn­in­um end­ur­spegla skosk­an upp­runa hans og að­dá­un á Manchester United. Á neðri hæð turns­ins eru hlut­ir sem til­heyrðu Guð­rúnu Brynj­ólfs­dótt­ur klæðskera sem var vinnu­kona hjá prest­in­um, þar eru handsaum­að­ir bún­ing­ar, bróderí og fleira. Um­ferð er jafn­an mik­il um Vatns­nes­ið á sumr­in að sögn Sigrún­ar. Gist­ing er á bæn­um Ós­um, rétt við hinn ein­staka klett Hvítserk og á Ill­uga­stöð­um er boð­ið upp á sela­skoð­un sem Sigrún seg­ir geysi­vin­sæla. „Út­lend­ing­ar eru al­veg heill­að­ir af sel­un­um og allri þeirri ósnortnu nátt­úru sem nes­ið býr yf­ir,“seg­ir hún og bend­ir í lok­in á heima­síðu stað­ar­ins, www. geita­fell.is.

Fram­hald af for­síðu Bras­il­íu. Emil seg­ir að með til­komu Afríku bindi for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins von­ir við að auka hlut­deild sína frek­ar í bíla­breyt­ing­um á heimsvísu.

„Nú er áhersl­an lögð á að koma breyt­ing­um af stað og byggja upp þjón­ustu kerf­is­bund­ið í þess­um Afríku­ríkj­um með okk­ar sam­starfs­að­il­um. Þeg­ar fót­festu verð­ur náð á þess­um mörk­uð­um stefn­um við á að bjóða aukna þjón­ustu, vör­ur og auka­hluti und­ir okk­ar merkj­um,“út­skýr­ir Emil.

Hann tel­ur að reynsla Arctic Trucks af breyt­ing­um á Hilux pall­bíl­um geti þar líka kom­ið að góð­um not­um. „Í Suð­ur-Afríku einni eru ár­lega seld­ir 32 þús­und slík­ir bílar. Næð­um við fimm pró­senta hlut­deild í Hilux-breyt­ing­um á þeim mark­aði ein­um vær­um við að tala um ein­hverja 1.500 breytta Hiluxa á ári hverju. Með meiri fjölda eykst enn hag­kvæmni og sömu­leið­is sam­keppn­is­hæfni.“

FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN

Emil við breytta Toyotu svip­aðri þeirri sem Top Ge­ar-menn fengu að spreyta sig á.

MYND/SIGRÚN

Hús sem áð­ur hýsti hey er orð­ið að smekk­leg­um 80 manna veit­inga­stað og súr­hey­st­urn­inn geym­ir muni sem tengj­ast sögu stað­ar­ins.

MYND/GUN.

„Viss­ara er fyr­ir stóra hópa að panta veit­ing­ar fyr­ir­fram því súp­an stend­ur ekki í pott­un­um all­an dag­inn held­ur er lög­uð eft­ir pönt­un,“seg­ir Sigrún.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.