Lið­ur í að nú­tíma­væða veð­reið­ar í Bretlandi

Graf­íski hönn­un­ar­nem­inn Eva Vest­mann tók þátt í að nú­tíma­væða bún­inga breskra veð­reiðaknapa. Þeir hafa hald­ist nær óbreytt­ir í 250 ár en Eva hef­ur hann­að tólf ný mynstur og lita­sam­setn­ing­ar fyr­ir þá.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Þetta var rosa­lega breskt. Það var gam­an að taka þátt í þessu,“seg­ir Eva Vest­mann, nemi í graf­ískri hönn­un við Central St Mart­in‘s Col­l­e­ge of Art & Design í London. Eva tók þátt í keppni um að hanna mynstur fyr­ir bún­inga breskra veð­reiðaknapa sem hafa ver­ið að mestu óbreytt­ir í 250 ár. Keppn­in var lið­ur í stærra verk­efni sem snýst um að nú­tíma­væða veð­reið­ar í Bretlandi en þær eru vin­sæl­ar þar í landi.

Eva seg­ir að tug­ir nem­enda hafi tek­ið þátt í keppn­inni og 25 kom­ist í undanúr­slit. Seinna voru topp tólf kepp­end­urn­ir vald­ir til að sýna hönn­un sína í maí en ein­ung­is einn fékk hönn­un­ina fram­leidda. Kepp­end­urn­ir tólf sem komust í undanúr­slit, þeirra á með­al Eva, fengu hönn­un sína sýnda við Ascot-veð­reiða­völl­inn, sem er á með­al helstu veð­reiða­valla Bret­lands, á laug­ar­dag en sýn­ing­in stend­ur op­in um óákveð­inn tíma. Veð­reiðaknap­ar eiga þess kost að kaupa hönn­un­ina.

Að­spurð seg­ir Eva að keppn­in hafi geng­ið út á það að hanna mynstur fyr­ir bún­ing­ana og velja lita­sam­setn­ing­ar. „Ég fékk inn­blást­ur frá fán­um Evr­ópu. Bún­ing­arn­ir verða að sjást vel úr fjar­lægð og því hugs­aði ég um fána sem eru oft úr sterk­um lit­um og form­um. Mað­ur sér fána lang­ar leið­ir.“Þannig út­skýr­ir Eva upp­haf­lega hug­mynd sína.

Þeg­ar Eva fór að skoða evr­ópska fána komst hún að því að fána­lit­irn­ir eru tólf. „Mér fannst það snið­ugt vegna þess að við átt­um að hanna tólf mis­mun­andi bún­inga. Ég ákvað að það yrði litap­all­ett­an mín og vann út frá því sterk form sem minna á fána. Ég var þess vegna ekki að nota fána sem eru til held­ur liti og form sem minna á fána,“seg­ir Eva og bæt­ir við að dóm­nefnd­in hafi ver­ið hrif­in af þeirri nálg­un henn­ar.

Hef­urðu feng­ið ein­hver við­brögð frá veð­reiðaknöp­um? „Ég fékk mjög já­kvæð við­brögð á sýn­ing­unni á laug­ar­dag­inn en þetta kem­ur allt í ljós,“seg­ir Eva sem geng­ið hef­ur vel í námi sínu við St. Mart­ins en hún sigr­aði í hönn­un­ar­sam­keppni á veg­um SonyMusic á síð­asta ári.

MYND/ÚR EINKASAFNI

Eva Vest­mann seg­ir að gam­an hafi ver­ið að taka þátt í keppn­inni og fékk hún af­ar góð við­brögð.

MYND/ÚR EINKASAFNI

„Ég fékk inn­blást­ur frá fán­um Evr­ópu,” seg­ir Eva. Fána­lit­irn­ir eru tólf, sem henni fannst snið­ugt í ljósi þess að kepp­end­um var fal­ið að hanna tólf mis­mun­andi bún­inga.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.