Hér er allt gert af ástríðu

Marg­ir glæst­ir mótor­fák­ar eru á göt­um Akur­eyr­ar um þessa helgi því þar standa yf­ir Hjóla­dag­ar 2011. Jó­hann Freyr Jóns­son tek­ur þátt í þeim, bæði sem ein­stak­ling­ur og safn­stjóri Mótor­hjóla­safns Ís­lands.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Spyrnt verð­ur á sport­hjól­um, hipp­um, forn­hjól­um, kross­ur­um og vesp­um á Akur­eyri síð­deg­is í dag að aflokn­um hópakstri í Sam­göngu­m­inja­safn­ið að Ysta­felli. Hvort tveggja er á dag­skrá Hjóla­daga 2011 sem lýk­ur með veislu og dans­leik í Sjall­an­um á morg­un með Snigla­band­inu og Myr­ká.

Mótor­hjóla­klúbbur­inn Tí­an held­ur ut­an um Hjóla­dag­ana. Tí­an er líka holl­vina­fé­lag Mótor­hjóla­safns Ís­lands sem var opn­að á Akur­eyri í byrj­un sum­ars og á mörg fá­gæt hjól og fjölda mynda. „Hér eru hjól sem erfitt er að finna í dag og eru í raun ein­stök,“seg­ir safn­vörð­ur­inn Jó­hann Freyr og bend­ir á eitt sem inn­an við tíu ein­tök eru til af í heim­in­um og ann­að með fram­leiðsl­u­núm­er­ið 9 af þeim 60 sem fram­leidd voru í sér­út­gáfu ár­ið 1975.

Mótor­hjóla­safn­ið var byggt í minn­ingu Akur­eyr­ings­ins Heið­ars Þ. Jó­hanns­son­ar sem lést sumar­ið 2006 í hörmu­legu bif­hjóla­slysi. Hann hafði dreymt um að opna safn enda átti hann mörg merki­leg hjól og hluti tengda þeim og sér­stök deild er helg­uð grip­um hans. „Bræð­ur Heið­ars hafa líka ver­ið rausn­ar­leg­ir við okk­ur og flutt inn mörg sjald­gæf hjól til að gefa safn­inu. Hér er allt gert af ástríðu,“tek­ur Jó­hann Freyr fram og seg­ir sýn­ing­ar­grip­ina til dæm­is hand­púss­aða með Mjall­ar­bóni. Sjá www. motor­hjola­safn.is

MYND/JÓN PÁLL VILHELMSSO­N MYND/GUN

Harley Da­vidson Fl­at­head WLC, ár­gerð 1942 er ein­stakt hjól, gef­ið af Guð­mundi Jó­hanns­syni. Tréhjól að fyr­ir­mynd­inni Úral, gef­ið af hópi lista­manna sem kalla sig Ein­stak­ir. Þeir eru Þór­ar­inn Sig­valda­son, Stefán Ív­ar Ívars­son, Jón Ad­olf Stein­ólfs­son,...

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.