Út­færð­ar áætlan­ir vant­ar

Tak­mark­að­ur fjöldi sér­þjálf­aðra starfs­manna á sviði augn­lækn­inga og tækni­frjóvg­un­ar heft­ir þró­un lækn­inga­tengdr­ar ferða­þjón­ustu hér á landi. Tæki­færi fel­ast þó í grein­inni sam­kvæmt nýrri skýrslu.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Þarna gæti ver­ið tæki­færi í fram­tíð­inni fyr­ir þann hóp lækna sem eru er­lend­is og hafa ekki mögu­leika á að koma heim. Eins og er liggja þó ekki fyr­ir áætlan­ir sem geta byggt upp þær vænt­ing­ar,“seg­ir Ingimar Ein­ars­son, sem var formað­ur nefnd­ar um lækn­ing­ar yf­ir landa­mæri. Nefnd­in sem skip­uð var í byrj­un síð­asta árs, skil­aði af sér skýrslu á dög­un­um þar sem met­in voru tæki­færi á sviði lækn­inga­tengdr­ar ferða­þjón­ustu á Íslandi í al­þjóð­legu sam­hengi.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að sjálf­stæð fyr­ir­tæki á sviði augn­lækn­inga og tækni­frjóvg­un­ar veiti út­lend­ing­um heil­brigð­is­þjón­ustu í ein­hverj­um mæli, en vegna tak­mark­aðs fjölda sér­þjálf­aðra starfs­manna geti þau ekki auk­ið starf­semi sína að ráði. „Við setj­um spurn­ing­ar­merki við nýju spít­al­ana sem stend­ur til að starf­rækja í Mos­fells­sveit og á Kefla­vík­ur­flug­velli því þar á að fá verk­taka­lækna frá öðr­um lönd­um til að byrja með. Ég veit ekki hversu gott það er fjár­hags­lega því það þarf að borga þeim sam­keppn­is­hæft kaup,“seg­ir Ingimar og held­ur áfram: „Frek­ar á að byggja á þeirri kunn­áttu sem til er í land­inu og bjóða ís­lensk­um lækn­um mögu­leika á að koma heim og taka þátt í upp­bygg­ingu al­þjóð­legr­ar heil­brigð­is­þjón­ustu á spít­öl­um sem fyr­ir eru í land­inu,“út­skýr­ir Ingimar sem seg­ir að við upp­bygg­ingu lækn­inga­tengdr­ar ferða­þjón­ustu verði að hugsa í ára­tug­um.

Ingimar seg­ir að nú vanti tals­vert upp á að út­færð­ar áætlan­ir um hvernig fjár­magna eigi verk- efni í lækn­inga­tengdri ferða­þjón­ustu liggi fyr­ir, sem og að fá starfs­fólk og sjúk­linga til lands­ins. „Það þarf að svipta hul­unni af þeim mark­aðs­könn­un­um sem hafa ver­ið gerð­ar og gera fleiri og ít­ar­legri kann­an­ir. Við bend­um líka á að gott sé að hafa sam­starf um þetta. Þá gætu Land­spít­al­inn, sér­fræð­ing­ar og áhuga­menn um verk­efn­in tal­að sig sam­an um það.“

Ingimar tek­ur fram að mark­aðs­setn­ing lækn­inga­tengdr­ar ferða­þjón­ustu á Íslandi sé lang­tíma­verk­efni. „ Land­spít­al­inn hef­ur ver­ið mark­aðs­sett­ur í Fær­eyj­um og Græn­landi en fá­ir sjúk­ling­ar hafa þó kom­ið hing­að til lands, í heild­ina inn­an við hundrað sjúk­ling­ar á ári,“seg­ir Ingimar en nefnd­in benti á að efla þyrfti kynn­ing­ar- og mark­aðs­starf í tengsl­um við lækn­inga­tengda ferða­þjón­ustu. „Það tek­ur lang­an tíma að byggja upp svona þjón­ustu og nefnd­in var á því að það þyrfti að byggja á þeirri starf­semi þar sem við stönd­um hvað best, eins og í hjarta­lækn­ing­um og bæklun­ar­lækn­ing­um.“

NORDICPHOT­OS/GETTY

Á ár­inu 2010 gekkst 21 er­lent par und­ir með­ferð hjá ART Medica. Með­ferð­ir á ár­inu 2010 voru í heild­ina 539. Biðlisti stytt­ist 2004-2009 en lengd­ist aft­ur 2010-2011.

FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON

Ingimar Ein­ars­son seg­ir að byggja eigi á þeirri kunn­áttu sem til sé í land­inu við upp­bygg­ingu lækn­inga­tengdr­ar ferða­þjón­ustu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.