Ís­lensk arm­bönd í Vogue

Ís­lensk arm­bönd birt­ust á síð­um ág­ústheft­is hins banda­ríska Vogue. Blað­ið kom út síð­asta sunnu­dag og stöll­urn­ar Mar­grét Ág­ústs­dótt­ir og Sig­ríð­ur Jó­hann­es­dótt­ir hafa þeg­ar feng­ið mik­il við­brögð.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Einn góð­an veð­ur­dag í maí feng­um við tölvu­póst frá Vogue og við héld­um að þetta væri eitt­hvert grín,“segja vin­kon­urn­ar Mar­grét Ág­ústs­dótt­ir og Sig­ríð­ur Jó­hann­es­dótt­ir sem hanna skart­gripi og tösk­ur und­ir heit­inu Dedua. Fyr­ir­tæk­ið stofn­uðu vin­kon­urn­ar í janú­ar á þessu ári. Arm­bönd þeirra birt­ust í ág­ústhefti banda­ríska Vogue sem kom út á sunnu­dag.

Tölvu­póst­inn sendi Sel­by Drummond, fylgi­hluta­rit­stjóri banda­ríska Vogue. „Þeg­ar tölvu­póst­ur­inn kom var ég kom­in með putt­ann á eyða-takk­ann á tölv­unni. Son­ur minn var í her­berg­inu með mér og ég segi við hann: Sjáðu þenn­an tölvu­póst hérna,“upp­lýs­ir Mar­grét sem seg­ir son sinn hafa lit­ið á sig og sagt: „Heyrðu, þetta er Condé Nast tölvu­póst­ur og þeir eiga Vogue, þannig að þetta hlýt­ur að vera rétt.“

Drummond sagði vin­kon­un­um að hún þyrfti arm­bönd í ljós­mynda­töku dag­inn eft­ir. „Þannig að við sett­umst bara upp í bíl klukk­an fimm um morg­un­inn,“segja Mar­grét og Sig­ríð­ur en þær búa stutt frá Washingt­on DC. „Við vor­um komn­ar inn á Man­hatt­an klukk­an ell­efu um morg­un­inn. Þá fór­um við strax með arm­bönd­in til henn­ar,“segja þær stöll­ur en Drummond tjáði þeim að ekki væri ljóst hvort arm­bönd­in yrðu not­uð.

Mán­uði seinna hafði Drummond sam­band við vin­kon­urn­ar og sagði að tvær mynd­ir af arm­bönd­un­um myndu birt­ast. „Á ann­arri mynd­inni í Vogue er fyr­ir­sæt­an bara með arm­band­ið okk­ar en enga aðra skart­gripi.“Arm­bönd vin­kvenn­anna eru stór, úr silfri eða látúni með leðri eða skinni.

Blað­ið kom út síð­ast­lið­inn sunnu- dag og tví­eyk­ið hef­ur strax fund­ið fyr­ir mikl­um við­brögð­um. „Já, það er meiri sala og um­ferð á heima­síð­unni okk­ar. Litl­ar versl­an­ir hér í Banda­ríkj­un­um hafa líka mik­inn áhuga á vör­un­um okk­ar.“Drummond hef­ur haft sam­band við stöll­urn­ar aft­ur og beð­ið þær um að senda sér fleiri arm­bönd.

MYND/ VOGUE

„ Á ann­arri mynd­inni í Vogue er fyr­ir­sæt­an bara með arm­band­ið okk­ar en enga aðra skart­gripi,“segja stöll­urn­ar Mar­grét og Sig­ríð­ur.

MYND/ÚR EINKASAFNI

Mar­grét Ág­ústs­dótt­ir og Sig­ríð­ur Jó­hanns­dótt­ir hanna und­ir heit­inu Dedua.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.