Sw­ingdans­ball með fléttu

Stríðs­ára­ball að bresk­um sið verð­ur hald­ið á Bar 46 við Hverf­is­götu í Reykja­vík ann­að kvöld, 23. júlí. Mik­ið er lagt í bún­inga, um­gjörð og leik­ræna tján­ingu og fjöl­breytt stutt­mynda­sýn­ing verð­ur baka til.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Hóp­ur áhuga­fólks um dans­inn Lin­dy-Hop verð­ur með­al ballgesta á Bar 46 við Hverf­is­götu ann­að kvöld og sýn­ir dans auk þess að kenna áhuga­söm­um gest­um ein­föld spor. All­ir munu síð­an skemmta sér und­ir ljúf­um tón­um hljóm­sveit­ar­inn­ar Lily & the blue boys.

Ball­ið hefst klukk­an 21 og verð­ur að ensk­um hætti. Leik­ar­ar standa fyr­ir leik­þætti með­an á því stend­ur þar sem fram koma þekkt­ir ein­stak­ling­ar frá stríðs­ár­un­um. Metn­að­ur er lagð­ur í að um­gjörð­in sé sem raun­veru­leg­ust og þem­að er ær­legt kveðju­hóf fyr­ir nokkra unga menn sem verða send­ir í stríð dag­inn eft­ir. Al­menn­ir ballgest­ir verða þátt­tak­end­ur í leikn­um.

Baka til verða síð­an sýnd­ar stutt­mynd­ir því ball­ið er afrakst­ur sam­starfs fé­lag­anna Fut­ur­es­horts ONE og Lin­dy Ra­vers. Fut­ur­es­horts ONE er hluti af al­þjóð­leg­um sam­tök­um um dreif­ingu stutt­mynda og markmið þess er að full­nýta gildi mynd­anna með því að skapa við­burði sem sam­tvinna þær margs kon­ar list svo úr verði fjöl­breytt upp­lif­un.

Lin­dy Ra­vers er ís­lenskt fé­lag um kennslu og miðl­un á fyr­ir­stríðs­ára­döns­um. Um þess­ar mund­ir legg­ur það mikla áherslu á Lin­dy Hop sem hef­ur náð þó nokk­urri út­breiðslu hér á landi. Fé­lag­ið stend­ur fyr­ir kennslu á byrj­enda- og fram­halds­stigi og fær til sín al­þjóð­lega dans­kenn­ara. Næst verð­ur byrj­enda­nám­skeið helg­ina 6. og 7. ág­úst. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um það er að finna á www.lin­dyra­vers.com.

FRÉTTABLAЭIÐ/HAG

Þor­björg Sn­orra­dótt­ir og Har­ald­ur Björn Sig­urðs­son kom­in í ball­g­ír­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.