Prjón, kaffi og vínyl­plöt­ur

Nýtt kaffi­hús er nú í mið­bæ Akur­eyr­ar. Það heit­ir Kaffi Költ og hef­ur það fram yf­ir önn­ur ís­lensk kaffi­hús að það er einnig hannyrða­versl­un. Kaffi Költ er á Geislagötu 10 og þar ráða Maggi og Begga.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Þótt fyr­ir­bær­ið prjónakaff­i hafi ver­ið vin­sælt síð­ustu ár á bóka­söfn­um, skól­um, kaffi­hús­um og kirkj­um hef­ur eng­um dott­ið í hug að opna kaffi­hús sem jafn­framt sel­ur allt til prjóna­skap­ar fyrr en nú. Það eru hjón­in Berg­þóra Stein­unn Stef­áns­dótt­ir, alltaf köll­uð Begga, og Magnús Þór Eg­gerts­son, alltaf kall­að­ur Maggi, sem eiga heið­ur­inn að því. Kaffi Költ á Geislagötu 10 á Akur­eyri er nota­leg­ur stað­ur, hvort sem fólk er í prjóna­hug­leið­ing­um eða ekki og á yf­ir­byggðri ver­önd úti fyr­ir er líka gott að sitja á góð­viðr­is­dög­um.

„Ég byrj­aði á að opna hannyrða­versl­un á Gler­ár­torgi vor­ið 2009 en þar var lít­ið pláss og ógern­ing­ur að halda þar nám­skeið eða prjóna­kvöld svo við ákváð­um að færa út kví­arn­ar,“byrj­ar Begga þeg­ar þau hjón eru spurð út í þetta æv­in­týri sitt. „Hús­næð­ið hér hafði stað­ið autt í fimm til sex ár og virt­ist bíða eft­ir að við tækj­um til hend­inni. Við vor­um smá tíma að velta fyr­ir okk­ur hvað ég gæti gert en þeg­ar kaffi­hús­hug­mynd­in kom upp þá stein­lá hún,“botn­ar Maggi og bæt­ir við. „Það er reynd­ar meira mál en ég hélt að búa til frá­bæra kaffi­drykki en eitt af því sem ger­ir starf­ið skemmti­legt.“

Begga seg­ir fínt rennerí bæði í

Fram­hald af for­síðu kaffi­hús­ið og búð­ina. „Svo höf­um við ver­ið með spila­kvöld, klúbba­kvöld og kynn­ing­ar og ég get sett upp nám­skeið og prjóna­kvöld þeg­ar mér dett­ur í hug,“seg­ir hún bros­andi.

Á Kaffi Költ eru spil­að­ar vínyl­plöt­ur all­an dag­inn, þó það lág­stemmt að fólk geti auð­veld­lega tal­að sam­an. Er nafn­ið kannski kom­ið til af því? „Við vor­um bú­in að vesen­ast með nöfn eins og ég veit ekki hvað,“svar­ar Maggi. Orð­ið költ er stund­um not­að um efni eins og mynd­ir og mús­ík sem er ekk­ert sér­stak­lega vin­sælt í byrj­un en öðl­ast sess þeg­ar tím­ar líða og við von­um auð­vit­að að fyr­ir­tæk­ið okk­ar eld­ist vel. Þetta er líka stytt­ing á orð­inu kúltúr og óneit­an­lega skap­ast kúltúr inn­an um kaffi og prjóna­skap.“„Svo var fyrsta plat­an sem Maggi keypti sér með hljóm­sveit­inni Cult,“skýt­ur Begga inn. „ Já, það átti samt eng­inn að vita og eng­inn veit enn – nema ef það fer í blað­ið.“

MYND/ÚR EINKASAFNI

Verk­efni Brynj­ars var ljós og Hús­gögn frá Vopna­firði.

Ver­önd­in úti er und­ir þaki og þar, eins og inni, hljóm­ar nota­leg tónlist af plöt­um.

Begga teyg­ir sig eft­ir stranga í fata­efna­deild­inni.

Hannyrða­fólk kemst í feitt í Kaffi Költ.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.