Hef­ur áhrif á sjálfs­mynd

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Það hef­ur mik­il áhrif á krakka að geta ekki lært að lesa, drag­ast aft­ur úr og verða eft­ir­bát­ar,“seg­ir Rann­veig Lund, sér­kenn­ari sem er með meist­ara­gráðu í upp­eld­isog mennt­un­ar­fræð­um. Hún rek­ur Lestr­ar­set­ur Rann­veig­ar Lund. „Þá kem­ur upp minni­mátt­ar­kennd sem get­ur brot­ist út í því að börn­in verða and­fé­lags­leg, með læti og upp­steyt, eða draga sig inn í skel sína. Þetta er hætt­an ef það dregst lengi að ráða bót á lestr­ar­erf­ið­leik­un­um.“

Skýrsla um lestr­ar­kennslu í Evr­ópu sem gerð var á veg­um Eurydice, upp­lýs­inga­nets á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins um mennta­mál í Evr­ópu, var birt fyr­ir skömmu. Í skýrsl­unni kem­ur fram að lestr­ar­kunn­átta ís­lenskra nem­enda í fjórða bekk er und­ir með­al­tali í Evr­ópu­sam­band­inu. Auk þess glíma að með­al­tali fleiri ís­lensk­ir nem­end­ur við al­var­leg lestr­ar­vanda­mál held­ur en ann­ars stað­ar í álf­unni. Töl­fræði og upp­lýs­ing­ar skýrsl­unn­ar eru unn­ar úr gögn­um sem Eurydice hef­ur safn­að í lönd­um ESB, Íslandi, Nor­egi, Liechten­stein og Tyrklandi, ásamt upp­lýs­ing­um úr PIRLS-, PISA- og TALIS-könn­un­um.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að Ís­land er ann­að tveggja könn­un­ar­landa þar sem lestr­ar­nám­skrá hef­ur ekki breyst á síð­ustu tíu ár­um. Hitt land­ið er Búlga­ría en þar er að finna þá nem­end­ur álf­unn­ar sem standa hvað verst í lestri. Rann­veig er innt út í breyt­ing­ar á nám­skrá lestr­ar á Íslandi und­an­far­in ár. „Ég full­yrði að á síð­ustu fjór­um ár­um hafa áhersl­ur breyst mjög mik­ið í öll­um skól­um. Það hafa ver­ið tvær stefn­ur í gangi, önn­ur er byrj­enda­læsi Rósu Eg­gerts­dótt­ur og hin er byrj­enda­læsi sem bygg­ir á því að mæta hverj­um og ein­um í getu­skipt­um hóp­um.“

Einnig kem­ur fram að á Íslandi eru lesskiln­ing­sæfing­ar í nám­skrá mjög tak­mark­að­ar. Ís­lensk­ir nem­end­ur þurfa bara að geta dreg­ið álykt­an­ir af texta og gert úr hon­um út­drátt á með­an nem­end­ur annarra Evr­ópu­landa þurfa með­al ann­ars að geta tengt hluta texta sam­an, nota þekk­ingu úr text­an­um, kanna eig­in lesskiln­ing og búa til mynd úr text­an­um. Ein­ung­is fjöru­tíu pró­sent ís­lenskra kenn­ara báðu nem­end­ur í fjórða bekk um að skýra hvað þeir hefðu les­ið, að minnsta kosti viku­lega og inn­an við eitt pró­sent bað nem­end­urna um að lýsa texta­stíl og upp­bygg­ingu text­ans.

Ís­lend­ing­ar standa þó vel að því er varð­ar að­stoð­ar­kennslu í lestri en að­stoð­ar­kenn­ari var til­tæk­ur fyr­ir um 80 pró­sent nem­enda í fjórða bekk á ein­hverj­um tíma­punkti. Þá kem­ur einnig fram að fleiri barna­bæk­ur eru á ís­lensk­um heim­il­um en eru að með­al­tali og að ís­lensk­ir nem­end­ur lesa næst­mest í Evr­ópu.

MYND/ÚR EINKASAFNI

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.