Hr­aði og gusu­gang­ur

Fyrsta Thund­erCat-keppn­in var hald­in úti á sund­un­um við Reykja­vík um helg­ina en Thund­ercat-keppni er vin­sæl­asta báta­sport í heimi. Það útheimt­ir þol, styrk, tækni, sam­vinnu og mik­inn hraða.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Fyrsta Thund­erCat-keppn­in hér­lend­is var hald­in um helg­ina. Um er að ræða hraða­keppni á létt­um tví­bytn­um með fimm­tíu hestafla mótor sem ná allt að hundrað kíló­metra hraða. Tveir þátt­tak­end­ur eru á hverj­um bát, stýri­mað­ur og að­stoð­ar­mað­ur. Ann­ar stýr­ir bátn­um en hinn sit­ur fremst og sér til þess að bát­ur­inn haldi jafn­vægi. „Braut­in ligg­ur í gegn­um öldurót og bát­arn­ir tak­ast á loft. Sport­ið útheimt­ir þol, styrk, tækni og sam­vinnu og meiri ærsla- og gusu­gang er varla hægt að hugsa sér,“seg­ir Leif­ur Dam Leifs­son, ann­ar stofn­enda Thund­er Cat Ice­land.

Átta lið skráðu sig til þátt­töku og fóru þeir Leif­ur og Arn­ar Ragn­ars­son, í lið­inu Basil Attack, með sig­ur af hólmi. „Keppn­in var hörð og ljóst að það eru marg­ir efni­leg­ir. Við þurf­um því að hafa okk­ur alla við í næstu keppn­um sem áætl­að­ar eru á Menn­ing­arog Ljós­anótt, seg­ir Leif­ur.

Far­ið var að keppa á Thund­erCat í Suð­ur-Afríku fyr­ir þrjá­tíu ár­um en síð­an hef­ur íþrótt­in breiðst út til Nýja-Sjá­lands, Ástr­al­íu, Evr­ópu, Norð­ur­land­anna og nú síð­ast til Ís­lands. „Þetta er vin­sæl­asta báta­sport í heimi og nú er Ís­land hluti af sam­fé­lag­inu og á vís­an þátt­töku­rétt á Evr­ópu­mót­um.“

Leif­ur og sam­starfs­fé­lagi hans, Bogi Bald­urs­son hjá GG sjó­sport, hafa yf­ir tveim­ur tví­bytn­um að ráða og hvetja fólk til að hafa sam­band á gummi­bat­[email protected]­bat­ar. is vilji það prófa og jafn­vel skrá sig til keppni. Þeir munu halda ut­an um keppn­ir hér heima og vera tengi­lið­ir við önn­ur lönd. Á slóð­inni www.sjosport.is er að finna frek­ari upp­lýs­ing­ar um íþrótt­ina.

FRÉTTABLAD­ID/PJETUR

Leif­ur seg­ir adrenalín­ið fara á fullt í þessu skemmti­lega sporti en að fyllsta ör­ygg­is sé þó gætt.

Leif­ur og Arn­ar voru með besta tím­ann og sigr­uðu í fyrstu Thund­erCat-keppn­inni hér á landi.

Braut­in er lögð í gegn­um öldurót og bát­arn­ir tak­ast á loft.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.