Land­bún­að­arsafn í fjósi

Til stend­ur að opna fyrsta hluta Land­bún­að­arsafns Ís­lands í nýju hús­næði á Hvann­eyri í Borg­ar­firði í vor. Gamla fjós­ið á staðn­um mun hýsa safn­ið sem inni­held­ur gripi sem tengj­ast sögu ís­lensks land­bún­að­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Fyrsti hluti Land­bún­að­arsafns Ís­lands verð­ur opn­að­ur í nýju hús­næði, Hall­dórs­fjósi á Hvann­eyri í Borg­ar­firði í vor gangi áætlan­ir eft­ir seg­ir Bjarni Guð­munds­son, verk­efn­is­stjóri Land­bún­að­arsafns­ins. Þar verð­ur sögu­sýn­ing á grip­um sem tengj­ast ís­lensk­um land­bún­aði.

„End­ur­bæt­ur á hús­inu hafa stað­ið yf­ir síð­an 2007 þeg­ar safn­ið var form­lega stofn­að og sam­ið var um að það fengi af­not af hús­inu, sem í marga ára­tugi gegndi hlut­verki fjóss og rann­sókn­ar­stofu Land­bún­að­ar­há­skóla Ís­lands. Síð­an höf­um við í stjórn safns­ins haft fyr­ir reglu að fram­kvæma að­eins þeg­ar fjár­mun­ir eru fyr­ir hendi til að stefna safn­inu ekki í skuld­ir. Af þeim sök­um set ég viss­an fyr­ir­vara á að sýn­ing­ar­sal­ur­inn verði opn­að­ur í vor en það ætti að nást ef allt geng­ur eins og í sögu,“seg­ir hann.

Land­bún­að­arsafn Ís­lands bygg­ir á grunni Bú­véla­safns­ins á Hvann­eyri sem rakti sögu sína til 1940 að sögn Bjarna. Safn­ið hef­ur und­an­far­in ár ver­ið geymt í 2.000 fer­metra bráða­birgða­hús­næði á veg­um Land­bún­að­ar­há­skól­ans en fjós­ið er um það bil þriðj­ung­ur þess að stærð.

Innt­ur út í safn­kost­inn, seg­ir Bjarni: „ Þarna er fjöldi minja­gripa, verk­færi og vél­ar sem ein­kenndu sögu land­bún­að­ar á 20. öld þeg­ar vél­væð­ing hófst að ein­hverju ráði, þar á með­al í sveit­um lands­ins. Mér reikn­ast að þeir séu á bil­inu 1.100 til 1.200 tals­ins og þar af eru stærri grip­ir á bil­inu 200 til 300,“seg­ir Bjarni og nefn­ir fyrsta Fergu­son­inn og Farmal­inn sem dæmi um áhuga­verða safn­gripi, að ógleymdu sjálfu Hall­dórs­fjósi.

„Fjós­ið og bygg­ing­arn­ar í kring varpa líka ljósi á sögu land­bún­að­ar­ins. Það var teikn­að af Guð­jóni Samú­els­syni, arki­tekt og húsa- meist­ara rík­is­ins og byggt á ár­un­um 1928 til 1929,“seg­ir hann um hús­næð­ið og nefn­ir að inn­an­húss­hönn­un­in sé enn í ákveð­inni mót­un. Hún sé í hönd­um Sig­ríð­ar Sig­ur­þórs­dótt­ur arki­tekts sem ann­ast hönn­un­ar­vinnu og Björns G. Björns­son­ar sem hann­ar sýn­ing­una.

Ýms­ir op­in­ber­ir að­il­ar hafa styrkt verk­efn­ið og þar á með­al Land­bún­að­ar­há­skóli Ís­lands, Fram­leiðni­sjóð­ur land­bún­að­ar­ins, Borg­ar­byggð og Al­þingi. Fjöldi sjálf­boða­liða hef­ur líka lagt hönd á plóg. „Þetta hefði ver­ið óger­legt án alls þessa góða fólks,“seg­ir Bjarni sem hef­ur sjálf­ur lát­ið höf­und­ar­laun af rit­um sín­um tveim­ur, … og svo kom Fergu­son og Alltaf er Farm­all fremst­ur, renna í bygg­ing­ar­sjóð.

MYND/ÞÓRUNN EDDA BJARNADÓTT­IR

Bjarni seg­ir marga spenn­andi gripi að finna á Land­bún­að­arsafn­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.