For­ynja hætt­ir - Sara Ma­ría til Sjáv­ar­leð­urs

Versl­un­in For­ynja hætt­ir um helg­ina, Hönn­uð­ur­inn Sara Ma­ría Júlíu­dótt­ir er flutt á Sauð­ár­krók og byrj­uð að selja fiski­leð­ur á al­þjóða­mark­aði fyr­ir Sjáv­ar­leð­ur. Hún fékk tilboð sem hún gat ekki hafn­að.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Þetta er al­veg frá­bært og ótrú­lega spenn­andi,“seg­ir Sara Ma­ría Júlíu­dótt­ir, fata­hönn­uð­ur sem flest­ir kenna við Nakta ap­ann eða For­ynju, sem flutt er norð­ur á Sauð­ár­krók og far­in að sinna sölu­störf­um fyr­ir Sjáv­ar­leð­ur. „Ég bara gat ekki hafn­að þessu til­boði. Starf­ið felst fyrst og fremst í því að selja fiski­leð­ur; karfa-, lax-, hlýra- og þorsk­leð­ur, í Evr­ópu og Am­er­íku en ég mun fara á ýms­ar sölu­sýn­ing­ar til dæm­is í Le Cu­ir í Pa­rís og Lineap­elle í Bologna á Ítal­íu sem eru sér­hæfð­ar sýn­ing­ar fyr­ir hönn­uði sem eru í leit að góðu leðri. Auk þess fer ég í sölu­ferð­ir til New York og Evr­ópu og reikna með að vera mik­ið á ferð­inni að hitta ýmsa hönn­uði og full­trúa stór­fyr­ir­tækja á borð við Gi­venc­hy, Al­ex­and­er Wang, Nine West, Sonia Rykiel og Sergio Rossi svo að ég er al­veg svaka­lega spennt að fá að spreyta mig í þessu nýja starfi,“seg­ir Sara Ma­ría.

Hvað verð­ur um þína eig­in línu og For­ynju? „For­ynja hætt­ir núna um helg­ina svo að það eru síð­ustu for­vöð að næla sér í góða flík á góðu verði.“Hvað get­ur fólk gert ef því lang­ar að eign­ast föt eft­ir þig en kemst ekki í For­ynju um helg­ina? „Það verð­ur bara að bíða,“seg­ir Sara Ma­ría og hlær. „Ég vil ekki vera að plana of mik­ið núna því ég er ný­byrj­uð í mjög spenn­andi starfi sem segja má að sé eins kon­ar fram­hald á því sem ég hef ver­ið að gera. Vinna með efni og vera í kring­um skap­andi fólk svo ég er bara mjög spennt yf­ir að fá tæki­færi til þess að vinna með fyr­ir­tæki sem er á fullri sigl­ingu á al­þjóða­mark­aði. Ég verð samt áfram með Face­book-síðu For­ynju og fólk get­ur fylgst með í gegn­um hana.“

Sara Ma­ría á ekki orð til að lýsa við­tök­un­um á Sauð­ár­króki. „Þetta er bara í einu orði sagt æð­is­legt. Ég átti al­veg von á því að ég yrði með heim­þrá til að byrja með en ég finn ekki fyr­ir neinu slíku. Það er ynd­is­legt fólk í verk­smiðj­unni og góð­ur mórall og all­ir til­bún­ir til að að­stoða mann með hvað sem er. Sama er að segja um bæj­ar­búa. Það eru all­ir ótrú­lega hjálp­leg­ir hérna og hafa tek­ið vel á móti mér. Ég sé ekki eft­ir neinu.“

Sara Ma­ría er al­sæl á Sauð­ár­króki og seg­ist hlakka mik­ið til að tak­ast á við starf­ið hjá Sjáv­ar­leðri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.