Bláa lón­ið í Elle

Ný­leg um­fjöll­un um Bláa lón­ið í tísku­tíma­rit­inu Elle er já­kvæð fyr­ir vetr­ar­ferða­mennsku á Íslandi.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Bl­aða­mað­ur breska tísku­tíma­rits­ins Elle fór lof­sam­leg­um orð­um um Bláa lón­ið í ný­legri um­fjöll­un. Í grein­inni seg­ir blaða­mað­ur­inn Suz­anne Scott, sem sótti Lón­ið heim, það hafa ver­ið mikla upp­lif­un að baða sig ut­an­dyra í heit­um jarð­sjó þó úti hafi ver­ið ís­lensk stór­hríð og norð­ur­heims­skaut­skuldi. Hún seg­ir hita­stig lóns­ins gera það að verk­um að gest­ir geti not­ið eig­in­leika þess all­an árs­ins hr­ing og með­al ann­ars sef­að þurra og við­kvæma húð.

Magnea Guð­munds­dótt­ir, mark­aðs­stjóri Bláa lóns­ins, seg­ir um­fjöll­un­ina já­kvæða fyr­ir vetr­ar­ferða­mennsku á Íslandi. „Scott fjall­ar á já­kvæð­an hátt um ís­lensk jarð­varma­böð en þau eru lyk­il­þátt­ur í ís­lenskri heilsu­ferða­þjón­ustu.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.