Barna­bóka­set­ur stofn­að á Akur­eyri

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Barna­bóka­set­ur – rann­sókna­set­ur um barna­bók­mennt­ir og lest­ur barna verð­ur stofn­að við Há­skól­ann á Akur­eyri í dag en af því til­efni verð­ur hald­inn stofn­fund­ur í Amts­bóka­safn­inu klukk­an 12. Vilja­yf­ir­lýs­ing um stofn­un Barna­bóka­set­urs­ins var und­ir­rit­uð í HA á degi ís­lenskr­ar tungu 16. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn en þörf­in fyr­ir barna­bóka­set­ur sem ein­blín­ir á bók­lest­ur og lestr­ar­menn­ingu barna hef­ur lengi ver­ið ljós. Ótal rann­sókn­ir hafa sýnt minnk­andi áhuga ís­lenskra barna og ung­linga á bók­lestri. „ Áhugi barna á lestri hef­ur víð­ar dreg­ist sam­an en hér­lend­is en ís­lensk börn eru hins veg­ar und­ir með­al­tali og standa sig í kjöl­far­ið verr í lesskiln­ingi en börn í þeim lönd­um sem við oft­ast ber­um okk­ur sam­an við. Stofn­end­ur set­urs­ins telja mik­il­vægt að stunda rann­sókn­ir á þessu sviði. Þeir telja tíma­bært að nýta þær rann­sókn­ir sem gerð­ar hafa ver­ið til að fræða fólk og snúa vörn í sókn,“seg­ir í til­kynn­ingu. Markmið set­urs­ins eru með­al ann­ars að stunda rann­sókn­ir og fræðslu um barna­bók­mennt­ir og lest­ur á Íslandi og að miðla þekk­ingu og upp­lýs­ing­um um barna­bók­mennt­ir Að Barna­bóka­setr­inu standa, auk há­skól­ans, Amts­bóka­safn­ið og Minja­safn­ið á Akur­eyri. Þá á Rit­höf­unda­sam­band Ís­lands, Sam­tök barna- og ung­linga­bóka­höf­unda, IBBY, Félag fag­fólks á skóla­söfn­um og fleiri að­ild að setr­inu. Sam­hliða stofn­fund­in­um í dag opn­ar Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sýn­ing­una „Ynd­is­lest­ur æsku minn­ar“sem er fyrsta verk­efni set­urs­ins. Þar sýn­ir þekkt fólk eft­ir­læt­is­barna­bók­ina sína og lýs­ir því hvers vegna hún er minn­is­stæð.

Ótal rann­sókn­ir hafa sýnt minnk­andi áhuga barna og ung­linga á bóka­lestri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.