Mundi í sam­starf við IT

Fyr­ir­tæk­ið IT hef­ur tek­ið hluta af vor- og sum­ar­línu Guð­mund­ar Hall­gríms­son­ar, Munda vonda, til sölu. IT er ein stærsta og virt­asta versl­ana­keðj­an í Hong Kong og sér­hæf­ir sig í sölu á há­tísku­vör­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

IT er ein stærsta og virt­asta versl­ana­keðj­an í Hong Kong og því ekki sjálf­gef­ið að kom­ast þar á mála. Fata­hönn­uð­ur­inn Guð­mund­ur Hall­gríms­son, eða Mundi vondi, er því í skýj­un­um þessa dag­ana með að hafa land­að samn­ingi við fyr­ir­tæk­ið sem hef­ur tek­ið hluta af 2012 vor- og sum­ar­línu hans til sölu.

„Samn­ing­ur­inn er sá stærsti sem ég hef gert hing­að til, lang­stærsta pönt­un­in sem ég hef feng­ið frá byrj­un,“seg­ir Mundi og von­ar að fleiri dyr eigi eft­ir að opn­ast hon­um á Asíu­mark­aði sem sé í mik­illi upp­sveiflu um þess­ar mund­ir. Hann verst hins veg­ar allra nán­ari fregna þeg­ar tal­ið berst að upp­lagi og fjárupp­hæð­um.

Mik­il upp­hefð þyk­ir að kom­ast að hjá IT sem sér­hæf­ir sig í sölu á há­tísku­vör­um. Ís­lend­ing­ur­inn verð­ur enda ekki í ama­leg­um fé­lags­skap þar sem þekkt merki á borð við Al­ex­and­er McQu­een, Ba­lenciaga, Christoph­er Ka­ne, Ga­reth Pugh, Gi­vency, Helmut Lang, Jil Sand­er og Sonia Rykiel eru með­al ann­ars á boð­stól­um í þeim sjö versl­un­um sem IT rek­ur í Hong Kong.

Sp­urð­ur hvernig fund­um hans og IT hafi bor­ið sam­an, seg­ir Mundi full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins hafa kom­ið að máli við sig á tísku­vik­unni í Pa­rís fyr­ir ári. „Þeir pönt­uðu fund með mér án þess að hafa í raun séð tang­ur né tet­ur af sum­ar­lín­unni. Höfðu bara heyrt svona góða hluti um hana,“rifjar hann upp og get­ur þess að þeg­ar lín­an hafi ver­ið af­hjúp­uð hafi IT ein­göngu pant­að það allra vand­að­asta og dýr­asta. Vör­urn­ar fari nú fljót­lega í sölu hjá fyr­ir­tæk­inu með vor­inu.

Mik­il spenna virð­ist vera fyr­ir Munda inn­an­búð­ar hjá IT því full­trú­ar fyr­ir­tæk­is­ins hafa þeg­ar stað­fest komu sína á sýn­ingu hans í Pa­rís í lok fe­brú­ar. „Þar verð ég með nýja vetr­ar­línu fyr­ir döm­ur og herra, AW12, á tísku­vik­unni. Ég og mitt fólk höf­um ver­ið að vinna baki brotnu að henni síð­ustu mán­uði. Hún á ör­ugg­lega eft­ir að koma á óvart,“seg­ir hann leynd­ar­dóms­full­ur.

Úr sum­ar­lín­unni Chained and Dum­ped in the Oce­an sem vakti hrifn­ingu IT. Mik­il leynd hvíl­ir yf­ir vetr­ar­lín­unni sem verð­ur sýnd í Pa­rís.

Mundi fata­hönn­uð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.