Vill bæta lífs­gæði þeirra verstu settu með lýs­ingu

Ólaf­ur Elías­son seg­ir list­sköp­un hafa sýnt sér hversu mik­il áhrif hægt er að hafa á heim­inn. Hann hef­ur nú stofn­að fyr­ir­tæki sem sel­ur ódýr­ar sól­ar­knún­ar vör­ur til landa þar sem raf­magn er mun­að­ar­vara.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Lista­mað­ur­inn Ólaf­ur Elías­son hef­ur ásamt danska at­hafna­mann­in­um Frederik Ottesen stofn­að fyr­ir­tæk­ið Little Sun sem fram­leið­ir ódýr­ar sól­ar­knún­ar vör­ur til heim­il­is­nota. Mark­mið­ið er að selja vör­urn­ar til heims­hluta þar sem raf­magn er af skorn­um skammti.

„Reynsl­an hef­ur kennt mér að í gegn­um list­sköp­un get­ur mað­ur haft ótrú­leg áhrif á heim­inn. Þannig get­ur sól­ar­knú­inn lampi bætt lífs­gæði millj­óna manna sem búa á stöð­um þar sem raf­magn fæst varla nema með mikl­um til­kostn­aði,“bend­ir Ólaf­ur á, þeg­ar hann er sp­urð­ur út í hug­mynd­ina sem ligg­ur að baki Little Sun.

Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir að í kring­um 1,6 millj­arð­ar manna búi á slík­um land­svæð­um. Þeir borgi um það bil 324 sinn­um meira fyr­ir lýs­ingu en þeir sem hafi greið­an að­gang að raf­magni og ljósa­per­um. Af þeim sök­um Fram­hald af for­síðu geyma í henni sokka eða vett­linga í for­stof­unni og tylla sér með­an far­ið er í skóna,“seg­ir Dögg. „Hand­fang­ið virk­ar sem stuðn­ing­ur við bak­ið og hægt er að skipta um lit á því en ann­ars er karf­an of­in úr svörtu snæri.“

Dögg hann­aði körf­una fyr­ir Norr 11, sem er glæ­nýtt danskt fyr­ir­tæki, www.norr11.com. Þá hann­aði Dögg einnig línu úti­hús­gagna ásamt danska hönn­uð­in­um og arki­tekt­in­um Rikke Rützou Arn­ved, fyr­ir sama fyr­ir­tæki og er von á hluta lín­unn­ar á mark­að í sum­ar. Stóll­inn Fifty eft­ir þær stöll­ur er einnig glæ­ný vara en hann hönn­uðu þær fyr­ir franska fyr­ir­tæk­ið Lig­ne Roset, sem hægt er að fræð­ast um á www.ligneroset.com. hafi Little Sun nú sett á mark­að sól­ar­knú­inn lampa sem gefi tíu

Dögg hef­ur ver­ið bú­sett í Kaup­manna­höfn frá ár­inu 1996 og bjó þar áð­ur á Ítal­íu. Spurð hvort á döf­inni sé að flytja heim til Ís­lands seg­ir hún sposk: „ Ja, mað­ur veit aldrei. Ég er svo sem alltaf að spek­úl­era í því.“ sinn­um meiri lýs­ingu á tíu sinn­um lægra verði held­ur en stein­olíulampi.

Sól­ar­knúni lamp­inn, sem er í lag­inu eins og hring­ur, er lít­ill, létt­ur og þyk­ir vera með­færi­leg­ur á all­an hátt. Hann má hengja eða stilla upp nán­ast hvar sem er, á með­an og eft­ir að hleðslu lýk­ur og get­ur þannig lengt dag fjölda fólks til náms, vinnu eða annarra at­hafna.

Ólaf­ur mun hafa yf­ir­um­sjón með allri vöru­hönn­un hjá Little Sun þar sem fleiri sól­ar­knún­ir hlut­ir eru á teikni­borð­inu. Þar á með­al stærri lampi, hleðslu­tæki fyr­ir farsíma, lít­il raf­hlaða og út­varps­tæki. Allt sam­an verð­ur fjölda­fram­leitt og selt fyr­ir að­eins brot af því verði sem sam­bæri­leg­ar vör­ur kosta, til þess að það fái sem mesta dreif­ingu. Fram­leiðsl­an verð­ur þó lát­in ráð­ast af þeim við­tök­um sem lamp­inn hlýt­ur.

Ólaf­ur von­ast til að lamp­inn muni í fram­tíð­inni bæta lífs­gæði fólks á svæð­um þar sem raf­magn er af skorn­um skammti.

MYND/DÖGG GUÐMUNDSDÓ­TTIR

FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON

Ólaf­ur Elías­son kynnti Little Sun á DLD ráð­stefn­unni í Munchen á dög­un­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.