Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir Helgu­vík

Líf­eyr­is­sjóð­ir juku við eign­ar­hlut sinn í HS Orku. Eig­ið fé er auk­ið til að und­ir­búa fram­kvæmd­ir vegna Helgu­vík­ur. Ná­ist samn­ing­ar milli Norð­ur­áls og HS Orku er stefnt að því að skrá HS Orku á mark­að.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

VIÐSKIPTI Fjór­tán líf­eyr­is­sjóð­ir ákváðu að auka hlut sinn í HS Orku í gær vegna þess að þeir telja að verð­mæti fyr­ir­tæk­is­ins hafi auk­ist að und­an­förnu.

Heim­ild­ir Frétta­blaðs­ins herma að það sé fyrst og síð­ast vegna þess að þeir eru von­góð­ir um að sam­komu­lag muni nást við Norð­ur­ál um orku­sölu til ál­vers í Helgu­vík. Þá er það skýr stefna líf­eyr­is­sjóð­anna að HS Orka verði skráð á inn­lend­an hluta­bréfa­mark­að sem allra fyrst.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins telja þeir það þó ekki raun­hæf­an val­kost fyrr en bú­ið verði að semja við Norð­ur­ál. Full­trú­ar HS Orku og Norð­ur­áls hafa fund­að að und­an­förnu til að reyna að ná sam­an í mál­inu.

Til­kynnt var um það í gær að Jarð­varmi slhf., fé­lag líf­eyr­is­sjóð­anna fjór­tán, hafi keypt nýtt hluta­fé í HS Orku fyr­ir 4,7 millj­arða króna á geng­inu 5,35 krón­ur á hlut. Áð­ur hafði Jarð­varmi keypt fjórð­ungs­hlut í fyr­ir­tæk­inu á 8,1 millj­arð króna, en þá voru við­skipt­in á geng­inu 4,63 krón­ur á hlut. Jarð­varmi á nú 33,4% hlut í HS Orku en Alterra Power, sem áð­ur hét Magma, á 66,6%. Sam­tals hef­ur Jarð­varmi greitt 12,8 millj­arða króna fyr­ir eign­ar­hlut sinn.

Ás­geir Mar­geirs­son, stjórn­ar­formað­ur HS Orku og einn að­stoð­ar­for­stjóra Alterra, seg­ir Jarð­varma vera að nýta sér heim­ild sem var í upp­haf­leg­um kaup­samn­ingi fé­lags­ins. „ Jarð­varmi átti að til­kynna Alterra um hvort þeir ætl­uðu að nýta sér ákvæð­ið fyr­ir 10. fe­brú­ar. Þeir gerðu það og og í kjöl­far­ið verð­ur geng­ið frá þessu. Ég tel það vera til marks um að þeir hafi trú á fyr­ir­tæk­inu og auk­in að­koma þeirra styrk­ir það til upp­bygg­ing­ar.“

Norð­ur­ál hef­ur hug á að byggja ál­ver í Helgu­vík í fjór­um áföng­um. 150 MW af orku þarf í hvern áfanga og Norð­ur­ál hef­ur lýst því yf­ir að ál­ver­ið verði ekki klár­að nema bú­ið sé að tryggja orku fyr­ir tvo áfanga, alls 300 MW. - þsj / sjá síðu 12

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.