Furða sig á væg­um barna­vænd­is­dómi

Lög­fræð­ing­ur Barna­vernd­ar­stofu seg­ir tólf mán­aða skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm manns sem keypti vændi af fjór­tán ára dreng vekja furðu. Mik­ið til­lit er tek­ið til að­stæðna manns­ins sem missti vinn­una og hef­ur leit­að sér hjálp­ar.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða - Leik­ar­inn Hall­dór Gylfa­son slapp vel þeg­ar hann féll fjóra metra nið­ur um hlera á sviði Borg­ar­leik­húss­ins við sýn­ing­ar á Galdra­karl­in­um í Oz. Hall­dór var þar í hlut­verki hug­lausa ljóns­ins.

Hall­dór, varstu ljón­hepp­inn? „Já, ef ein­hver veit hvernig það er að falla þá er það ég – og Bubbi.“ DÓMSMÁL Lög­fræð­ing­ur Barna­vernd­ar­stofu seg­ir furðu sæta hversu væg­an dóm fyrr­ver­andi grunn­skóla­kenn­ari á Akra­nesi fékk í síð­ustu viku fyr­ir að kaupa vænd­is­þjón­ustu af fjór­tán ára dreng.

„ Þarna er um full­fram­ið kyn­ferð­is­brot að ræða, oft­ar en einu sinni, gegn barni und­ir fimmtán ára aldri, og þar að auki er ver­ið að kaupa af því vændi, þannig að það vek­ur furðu okk­ar hversu væg refs­ing­in er,“seg­ir Heiða Björg Pálma­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur Barna­vernd­ar­stofu.

Mað­ur­inn hlaut eins árs skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir að hafa í tvígang haft mök við pilt sem þá var fjór­tán ára „án þess að gæta nægj­an­legr­ar var­úð­ar um ald­ur pilts­ins“, eins og seg­ir í ákæru, haft við hann munn­mök og enda­þarms­mök og greitt hon­um þrjá­tíu þús­und krón­ur fyr­ir í hvort skipti.

Í dómi Hjart­ar O. Aðal­steins­son­ar er vitn­að til mats geð­lækn­is, þar sem fram kem­ur að „um sé að ræða vel gef­inn og vel gerð­an sam­kyn­hneigð­an mann sem um ára­bil hafi lif­að í fel­um með kyn­hneigð sína. Hann hafi freist­ast til að leita eft­ir sam­skipt­um við aðra karl­menn í net­heim­um og hafi þetta orð­ið til þess að hann hafi ver­ið af­hjúp­að­ur með mikl­um af­leið­ing­um fyr­ir hann og fjöl­skyldu hans og hafi hann misst starf sitt.“

Mað­ur­inn hafi tek­ið vel á sín­um mál­um síð­an, far­ið í áfeng­is­með- ferð og með­ferð við kyn­lífs­fíkn og eng­inn grun­ur sé til stað­ar um barnagirnd eða lang­an­ir til ann­ars kon­ar af­brigði­legs kyn­lífs. Með hlið­sjón af því og ský­lausri játn­ingu megi skil­orðs­binda refs­ing­una.

„ Þetta eru tölu­vert al­var­leg brot,“seg­ir Heiða og bend­ir á að eft­ir henn­ar bestu vit­und sé þetta í fyrsta sinn sem full­orð­inn ein­stak­ling­ur er dæmd­ur fyr­ir að kaupa vænd­is­þjón­ustu af barni hér­lend­is. „Þessi dóm­ur er því vænt­an­lega for­dæm­is­gef­andi ef önn­ur slík mál koma upp.“

Rík­issak­sókn­ari hef­ur ekki ákveð­ið hvort dómn­um verð­ur áfrýj­að til Hæsta­rétt­ar.

stig­[email protected] fretta­bla­did.is

HEIÐA BJÖRG PÁLMADÓTTI­R

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.