Þjóð­in fái að kjósa um stjórn­ar­skrána

Formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar vill að drög að nýrri stjórn­ar­skrá verði bor­in und­ir þjóð­ina í sum­ar. Mál­ið verð­ur að klár­ast í mars eigi að kjósa sam­hliða for­seta­kosn­ing­um. Ekki í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ing­ar vara­formanna.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

ALÞINGI Val­gerð­ur Bjarna­dótt­ir, formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, legg­ur til á fundi nefnd­ar­inn­ar í dag að drög að nýrri stjórn­ar­skrá verði bor­in í heilu lagi und­ir þjóð­ina sam­hliða for­seta­kosn­ing­um í sum­ar. Aukreit­is verði nokkr­ar spurn­ing­ar um ákveðna efn­is­þætti.

„Ég mun leggja það til að frum­varp­ið verði í heild sinni lagt fyr­ir þjóð­ina og svo nokkr­ar spurn­ing­ar með. Þetta er það sem ég mun leggja fram á morg­un [í dag]. Ég von­ast til að við ná­um að klára mál­ið fyr­ir lok mars.“

Mik­il­vægt er að það ná­ist þar sem boða verð­ur til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu með að minnsta kosti þriggja mán­aða fyr­ir­vara. Drag­ist mál­ið næst því ekki að kjósa sam­hliða for­seta­kosn­ing­um í júní.

Álf­heið­ur Inga­dótt­ir, fyrsti vara­formað­ur nefnd­ar­inn­ar, og Ró­bert Mars­hall, ann­ar vara­formað­ur, sögðu í Frétta­blað­inu á föstu­dag að unn­ið væri eft­ir þeim lín­um að fá við­horf þjóð­ar­inn­ar til mik­il­væg­ustu greina stjórn­ar­skrár­inn­ar.

„Eft­ir því sem vinn­unni hef­ur und­ið fram í nefnd­inni hef­ur mér sýnst að það borgi sig að leggja fram nokkr­ar spurn­ing­ar út úr skjal­inu þar sem þjóð­in er beð­in að taka af­stöðu til for­seta­embætt­is­ins, rík­is og kirkju, auð­linda­ákvæð­is og svo fram­veg­is,“sagði Ró­bert þá.

Gísli Tryggva­son, sem sat í stjórn­laga­ráði, seg­ist treysta því að stjórn­ar­skrár­frum­varp­ið verði bor­ið und­ir þjóð­ina í heild sinni. Það sé yf­ir­lýst­ur vilji for­sæt­is­ráð­herra og meiri­hluta alls­herj­ar­nefnd­ar Al­þing­is. Gísli seg­ir þjóð­ina vera mik­il­væg­asta að­il­ann að mál­inu og því mik­il­vægt að hún fái að segja skoð­un sína.

Gísli seg­ir marga kosti í stöð­unni og kannski sé full­mik­ið að þjóð­in greiði at­kvæði um hverja ein­ustu grein frum­varps­ins. Mögulegt væri að greiða at­kvæði um hvern kafla. „Hvor leið­in fyr­ir sig er vel fram­kvæm­an­leg því þetta er bara ráð­gef­andi at­kvæða­greiðsla,“seg­ir Gísli. Auð­velt sé því að vinna úr nið­ur­stöð­um henn­ar.

„Önn­ur leið væri að í stað þess að greiða at­kvæði um ein­staka grein eða kafla þá séu greidd at­kvæði um þau at­riði sem Alþingi og stjórn­laga­ráð eru ósam­mála um.“

Til að svo megi verði seg­ir Gísli mik­il­vægt að stjórn­laga­ráð komi aft­ur að mál­inu og vinni með Alþingi að und­ir­bún­ingi at­kvæða­greiðsl­unn­ar, eins og boð­ið var upp á í skila­bréfi ráðs­ins.

kol­[email protected] fretta­bla­did.is

FRÉTTABLAЭIÐ/GVA

STJÓRNLAGA­RÁÐ Formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar vill að þjóð­in fái að greiða at­kvæði um drög stjórn­laga­ráðs að nýrri stjórn­ar­skrá. Nefnd­in fund­ar í dag.

GÍSLI TRYGGVASON

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.