Ma­tís þró­ar vinnslu og veið­ar í Tans­an­íu

Starfs­menn Ma­tís að­stoða íbúa við Tang­anyika-vatn í Tans­an­íu við að nýta fisk­meti bet­ur. Verk­efn­ið er svar stofn­un­ar­inn­ar við nið­ur­skurði í fjár­veit­ing­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

ÞRÓUNARAÐS­TOÐ „ Þetta verk­efni er mik­il áskor­un fyr­ir okk­ur því þarna eru að­stæð­ur all­ar mjög frum­stæð­ar og ólík­ar því sem við þekkj­um. Við þurf­um þannig að finna leið­ir til að þróa fisk­vinnslu út frá því sem er til stað­ar en get­um ekki geng­ið að því vísu að hafa raf­magn, olíu eða aðra orku­gjafa,“seg­ir Odd­ur Már Gunn­ars­son, sviðs­stjóri hjá Ma­tís, um verk­efni sem stofn­un­in ann­ast við Tang­anyika-vatn í Tans­an­íu, sam­kvæmt samn­ingi við stjórn­völd þar í landi.

Að sögn Odds fara starfs­menn Ma­tís í næsta mán­uði til Tans­an­íu. Þeir velja nokk­ur þorp við vatn­ið og leið­beina þar íbú­un­um. „ Mik­ill fjöldi fólks bygg­ir lífs­við­ur­væri sitt af veiði í vatn­inu, sem, eins og vinnsl­an, er með af­ar frum­stæð­um hætti. Mik­ið magn fisk­met­is ónýt­ist ef það selst ekki ferskt sama dag og það er veitt.

Verk­efni Ma­tís er ekki síst að þróa að­ferð­ir til að koma upp að­stöðu til að reykja fisk­inn, en það er líka reynt að þurrka fisk við mjög frum­stæð­ar að­stæð­ur,“seg­ir Odd­ur sem jafn­framt er verk­efn­is­stjóri Tans­an­íu verk­efn­is­ins. „Við mun­um því með­al ann­ars að­stoða við að setja upp þurrk­klefa og rey­kofna sem yrðu keyrð­ir með sól­ar­orku.“Í vatn­inu finn­ast marg­ir ólík­ir stofn­ar fiska en Ma­tís mun helst að­stoða við veið­ar og vinnslu á smá­fiski, sem helst má líkja við loðnu.

Verk­efn­ið, sem Ma­tís hreppti eft­ir út­boð á Norð­ur­lönd­un­um, er fjár­magn­að af Nor­ræna þró­un­ar­sjóðn­um (NDF), en verk­efn­ið kost­ar um 40 millj­ón­ir ís­lenskra króna. Að sögn Odds hef­ur Ma­tís, eins og fleiri ís­lensk­ar stofn­an­ir, þurft að leita sér sér­tekna vegna nið­ur­skurð­ar, ekki síst ut­an land­stein­anna.

Ma­tís hef­ur sam­ið við ís­lensku fyr­ir­tæk­in Ráð­garð Skiparáð­gjöf ehf. og Verk­fræði­stofu Jó­hanns Ind­riða­son­ar ehf. um hluta verk- efn­is­ins. Ráð­garð­ur mun hafa um­sjón með smíði á sér­hæfðu skipi sem nota á til rann­sókna á Tang­anyika. Þá hef­ur Ma­tís gert samn­ing við fyr­ir­tæki í Tans­an­íu sem mun ann­ast fé­lags- og hag­fræði­leg­an hluta verk­efn­is­ins og sam­skipti við heima­menn.

[email protected] fretta­bla­did.is

MYND/ODDUR M. GUNNARSSON/MA­TÍS

Í KÍGOMA Í TANS­AN­ÍU Mynd­in lýs­ir vel á hvaða stigi fisk­veið­ar Tans­an­íu­manna eru, en í raun má segja að þeir séu á byrj­un­ar­reit sam­an­bor­ið við veið­ar og vinnslu á Íslandi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.