Semja um stofn­un jarð­vangs á Reykja­nesi

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

UMHVERFISM­ÁL Sveit­ar­fé­lög­in Garð­ur, Gr­inda­vík­ur­bær, Reykja­nes­bær, Sand­gerð­is­bær og Sveit­ar­fé­lag­ið Vog­ar hafa skrif­að und­ir sam­komu­lag um stofn­un jarð­vangs á Reykja­nesi.

Bundn­ar eru von­ir við að verk­efn­ið skili sér í aukn­ingu ferða­fólks á svæð­inu, efl­ingu vís­inda­rann­sókna, meiri sam­vinnu og upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu og auk­inni þekk­ingu á við­fangs­efn­inu jarð­vang­ur.

Vegna legu sinn­ar og áhuga­verðra jarð­sögu- og menn­ing­ar­minja er Reykja­nes til­val­ið svæði fyr­ir jarð­vang. Jarð­vang­ur myndi sýna á fjöl­breytt­an hátt sam­spil nátt­úru og menn­ing­ar að fornu og nýju og jarð­mynd­an­ir með sér­stöðu á heimsvísu. Áhersla er lögð á að nýta þá sér­stöðu til áfram­hald­andi þró­un­ar og upp­bygg­ing­ar á Suð­ur­nesj­um.

Und­ir­bún­ings­nefnd um jarð­vang­inn mun hefja um­sókn­ar­ferli til Europe­an Geop­arks Network og ráð­inn verð­ur verk­efna­stjóri. Að­il­um í ferða­þjón­ustu og vís­inda­starfi verð­ur einnig boð­in að­ild að sam­starfs­nefnd­inni og munu sveit­ar­fé­lög­in leggja fram fjár­magn í verk­efn­ið ár­in 2012 og 2013. Jafn­framt hef­ur feng­ist fjár­magn í verk­efn­ið frá Alþingi í gegn­um Sókn­aráætl­un lands­hluta.

- shá

JÁ NEI SPURNING DAGSINS Í DAG:

SAMNINGUR Ás­geir Ei­ríks­son, bæj­ar­stjóri Voga, Ró­bert Ragn­ars­son, bæj­ar­stjóri Gr­inda­vík­ur, Ás­mund­ur Frið­riks­son, í Garði, og Árni Sig­fús­son, í Reykja­nes­bæ.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.