Grikk­ir meta tjón­ið og hefja hreins­un

Hátt í hundrað húsa eyði­lögð­ust í óeirð­um í Aþenu í fyrrinótt. Fjár­mála­ráð­herr­ar evru­ríkj­anna fagna nýj­um nið­ur­skurða­ráform­um grísku stjórn­ar­inn­ar, sem fyr­ir sitt leyti hef­ur boð­að til kosn­inga í apríl, að feng­inni fjár­hags­að­stoð.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

GRIKKLAND Þrátt fyr­ir óeirð­ir í mið­borg Aþenu sam­þykkti gríska þing­ið í fyrra­kvöld nið­ur­skurða­ráform, sem eiga að tryggja rík­is­sjóðn­um fjár­hags­að­stoð upp á 130 millj­arða evra frá Evr­ópu­sam­band­inu og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um.

Reikn­að er með því að leið­toga­fund­ur Evr­ópu­sam­bands­ins í byrj­un mars sam­þykki fjár­veit­ing­una, rétt í tæka tíð svo gríska rík­ið geti borg­að næstu stóru af­borg­an­irn­ar af lán­um sín­um þann 20. mars.

Gríska stjórn­in hef­ur boð­að til kosn­inga í apríl, þeg­ar þessi hrina er um garð geng­in og af­borg­an­irn­ar greidd­ar. „Þessi stjórn á einn og hálf­an mán­uð eft­ir,“sagði Pan­tel­is Kaps­is, tals­mað­ur stjórn­ar­inn­ar. „Við klár­um þetta í mars og svo verð­ur kos­ið í apríl.“

Af­greiðsla gríska þings­ins á sunnu­dags­kvöld reynd­ist þing- mönn­um erf­ið og bú­ist var við upp­stokk­un í stjórn­inni í gær.

Evr­an tók svo­lít­inn kipp upp á við á mörk­uð­um, sem virð­ast því hafa ein­hverja trú á að þess­ar nýj­ustu ráð­staf­an­ir muni duga um sinn til að halda efna­hag Grikk­lands á floti.

Marg­ir hafa þó efa­semd­ir um að nið­ur­skurða­ráformin og þessi nýja fjár­hags­að­stoð frá ESB og AGS dugi til að hjálpa Grikkj­um út úr vand­an­um. Þeir muni fljótt þurfa á að­stoð aft­ur að halda.

Lands­fram­leiðsla hef­ur dreg­ist sam­an, skatt­tekj­ur hafa dreg­ist sam­an og fjár­laga­hall­inn hef­ur hald­ið áfram að vaxa. Hlut­fall skulda af vergri lands­fram­leiðslu hef­ur því ekki lækk­að þrátt fyr­ir alla að­stoð­ina, og virð­ist ekki ætla að lækka þrátt fyr­ir þessa nýju að­stoð.

„Þetta er eins og að pissa í bux­urn­ar, því eft­ir hálft ár þurfa þeir aft­ur á að­stoð að halda,“hef­ur danska dag­blað­ið Politiken eft­ir Tom T. Kristen­sen, Grikk­lands­fræð­ingi við Há­skól­ann í Hró­arskeldu.

Fjár­hags­að­stoð­in er þó ekki end­an­lega í höfn. Fjár­mála­ráð­herr­ar evru­svæð­is­ins þurfa að stað­festa að gríska rík­ið hafi full­nægt skil­yrð­um þeirra. Þeir hitt­ast í Brus­sel á mið­viku­dag.

Sam­komu­lag gríska rík­is­ins við evr­ópska einka­banka um eft­ir­gjöf skulda bíð­ur einnig end­an­legr­ar af­greiðslu, en þarf að liggja fyr­ir nú í vik­unni. Þá þarf þýska þing­ið að sam­þykkja sitt fram­lag til að­stoð­ar­inn­ar, sam­kvæmt ákvæð­um þýsku stjórn­ar­skrár­inn­ar.

[email protected] fretta­bla­did.is

NORDICPHOT­OS/AFP

EYÐILEGGIN­G Í AÞENU Þetta sögu­fræga kvik­mynda­hús er eitt þeirra fjöl­mörgu húsa sem urðu eld­in­um að bráð í fyrrinótt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.