Hef­ur aldrei ver­ið ákærð­ur

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

BRETLAND, AP Abu Qatada, rúm­lega fimm­tug­ur íslamsk­ur pre­dik­ari, var í gær lát­inn laus í Bretlandi eft­ir ára­tug í fang­elsi. Hann þurfti þó að reiða fram trygg­ing­ar­fé og þarf að sæta eft­ir­liti, að öll­um lík­ind­um með úti­vist­ar­banni og ökkla­bandi til ör­ygg­is.

Bresk stjórn­völd segja hann einn helsta leið­toga hryðju­verka­sam­tak­anna Al Kaída í Evr­ópu. Hann hafi á sín­um tíma ver­ið í nán­um tengsl­um við Osama bin La­den.

Abu Qatada, sem heit­ir raun­ar Om­ar Ma­hmoud Mohammed Ot­hm­an, var hand­tek­inn ár­ið 2002 vegna gruns um að­ild að hryðju­verk­um. Hann hef­ur þó aldrei ver­ið ákærð­ur fyr­ir neitt í Bretlandi, en var orð­inn þekkt­ur í land­inu fyr­ir of­stækis­kennd­ar ræð­ur sín­ar.

Bret­ar vildu fram­selja hann til Jórdan­íu, þar sem hann á yf­ir höfði sér mála­ferli vegna hryðju- verka. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst hins veg­ar að þeirri nið­ur­stöðu í síð­ustu viku að ekki megi fram­selja hann þang­að, því hætta sé á að upp­lýs­ing­ar fengn­ar með pynt­ing­um yrðu not­að­ar gegn hon­um við rétta­höld­in.

Bresk stjórn­völd sögð­ust þó ekki bú­in að gefa upp á bát­inn alla von um að geta kom­ið hon­um úr landi.

„Við er­um með það á hreinu að við vilj­um fá Abu Qatada burt sem fyrst. Við er­um að kanna alla mögu­leika,“sagði tals­mað­ur Da­vids Ca­meron for­sæt­is­ráð­herra við frétta­stof­una AP. - gb

FRÉTTABLAЭIÐ/AP

SPRENGJUÁR­ÁS Á INDLANDI Sendi­herr­ann slapp en eig­in­kona hans og öku­mað­ur særð­ust. SVÖR:

ABU QATADA

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.