Ísra­el­ar kenna Írön­um um

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

ÍSRAEL, AP For­sæt­is­ráð­herra Ísra­els sak­ar ír­önsk stjórn­völd um að hafa stað­ið á bak við tvær sprengju­árás­ir á ísra­elsk­ar sendi­ráðs­bif­reið­ar í gær. Önn­ur árás­in var gerð í Tíbl­isi, höf­uð­borg Georgíu, en hin í Nýju-Del­hi á Indlandi.

Tveir særð­ust á Indlandi, eig­in­kona sendi­herr­ans og öku­mað­ur hans, en í Georgíu fannst sprengj­an áð­ur hún sprakk.

Benjam­in Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, seg­ir að Ísra­el­um hafi ný­ver­ið tek­ist að koma í veg fyr­ir svip­að­ar árás­ir í Aser­baí­djan, Taílandi og víð­ar.

„Í öll­um þess­um til­vik­um voru það Ír­an­ir og skjól­stæð­ing­ar þeirra, His­bolla-sam­tök­in, sem stóðu á bak við árás­irn­ar,“sagði hann. - gb

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.