Skyndi­bíl­ar verða jafn­vel komn­ir á göt­urn­ar í haust

Bíla­leig­ur, olíu­fé­lög og bílaum­boð fund­uðu með fyr­ir­tækj­um sem hafa áhuga á að kaupa þjón­ustu skyndi­bíla. Að­stand­end­ur verk­efn­is­ins segja við­brögð­in hafa ver­ið já­kvæð og bíla­leig­ur segja verk­efn­ið spenn­andi.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða - SÉRFRÆÐING­UR HJÁ LANDSBANKA­NUM

SAMGÖNGUR „Fólk er til­bú­ið í að skoða verk­efn­ið bet­ur og ég hef trú á að þetta muni ganga upp,“seg­ir Finn­ur Sveins­son, sérfræðing­ur hjá Landsbanka­num og einn af að­stand­end­um verk­efn­is um skyndi­bíla­kerfi, að­spurð­ur um fund sem nokk­ur stór­fyr­ir­tæki og stofn­an­ir áttu fyr­ir helgi með að­il­um í bíla­leigu­geir­an­um, bílaum­boð og olíu­fé­lög um að koma á þess hátt­ar kerfi hér á landi.

Fram­kvæmda­stjóri Hertz á Íslandi seg­ir að gangi allt eft­ir gæti slíkt ver­ið kom­ið til fram­kvæmda hér á landi næsta haust.

Eins og fram hef­ur kom­ið í Frétta­blað­inu fela þess­ar hug­mynd­ir í sér að kom­ið verði upp kerfi þar sem fólk get­ur leigt sér bif­reið með auð­veld­um hætti og skömm­um fyr­ir­vara. Bæði væri um að ræða leigu til lengri og skemmri tíma jafn­vel allt nið­ur í um klukku­stund, þar sem við­skipta­vin­ur pant­ar bíl, sæk­ir hann á ákveð­inn stað og skil­ar hon­um þang­að eft­ir notk­un.

Hug­mynd­irn­ar eru sett­ar fram af fyr­ir­tækj­un­um, þar á með­al eru Lands­bank­inn, Land­spít­al­inn, Ad­vania, Reykja­vík­ur­borg, og eru hugs­að­ar fyr­ir starfs­fólk þeirra, en Finn­ur seg­ir að ef hugs­an­leg­ir rekstr­ar­að­il­ar sjái færi á víð­ari mark­aði sé það þeirra að ákveða.

„Þarna sköp­uð­ust já­kvæð­ar og upp­byggi­leg­ar um­ræð­ur. Menn voru ein­mitt að spyrja réttu spurn­ing­anna til að fá á hreint hvað þurfi til að þetta verk­efni kom­ist af stað.“Finn­ur sagð­ist trúa því að fund­ur­inn hafi kom­ið skyndi­bíla­verk­efn­inu á góð­an rek­spöl.

„Það er já­kvæðni í garð verk­efn­is­ins. Hvenær af verð­ur er erfitt að segja, en ég held að við tök­um næstu skref fljót­lega og ræð­um þá enn bet­ur við þá sem vilja koma að þessu.“

Finn­ur seg­ir að­al­mál­ið nú að fá á hreint hversu stór mark­að­ur­inn gæti ver­ið ut­an að­stand­enda­hóps­ins og það verði met­ið í fram­hald­inu.

Sig­fús B. Sig­fús­son, fram­kvæmda­stjóri Hertz bíla­leigu, seg­ir í sam­tali við Fréttablað­ið að þeim hafi þótt hug­mynd­in spenn­andi þó mark­að­ur­inn hér á landi sé að vísu nokk­uð lít­ill.

„ En Hertz er með svip­að kerfi er­lend­is þar sem not­ast er við sam­bæri­leg­ar tækni­lausn­ir,“seg­ir Sig­fús og þess vegna gæti und­ir­bún­ing­ur­inn tek­ið skemmri tíma ef af yrði.

„Það er eng­in spurning um að þetta er spenn­andi verk­efni. Það þarf enn nokk­urn und­ir­bún­ing, en ég get al­veg séð það fyr­ir mér að ef allt geng­ur upp gæt­um við byrj­að þetta með haust­inu.“

[email protected] fretta­bla­did.is

FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI

BJARTSÝNN Sig­fús B. Sig­fús­son, fram­kvæmda­stjóri Hertz bíla­leigu, seg­ir fyr­ir­tæk­ið spennt fyr­ir skyndi­bíla­hug­mynd­inni og jafn­vel sé mögu­leiki á að slíkt kerfi verði kom­ið í gagn­ið hér á landi í haust.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.